Þórunn Sigurðardóttir Grund

Neisti - 23. júní 1951

Hinn 2. júní 1951 andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar, frú Þórunn Sigurðardóttir, Hvanneyrarbraut 58.
Hún var Svarfdælingur, fædd að Tjarnar-Garðshorni árið 1888.

Árið 1908 giftist Þórunn heitin eftirlifandi manni sínum, Magnúsi Pálssyni. Bjuggu þau um 20 ára skeið að Grund í Svarfaðardal. — Fluttust þau þaðan að Brimnesi og dvöldu þar í 3 ár, en fluttust þá til Siglufjarðar og hafa búið hér síðan, að þremur árum undan skildum, sem þau bjuggu að Móskógum í Fljótum.

Þórunn heitin var ein af þeim mætu og starfssömu alþýðukonum, sem skila miklu æfistarfi, sem unnið er utan við hávaða og ys hinna þjóðfélagslegu umræðuefna. Hún var kona sem fórnaði ást sinni og starfskröftum fyrir heim iii sitt og börn, en starfi slíkra kvenna virðist oft vera lítiil gaumur gefinn af samtíðinni, þó að móðurstarfið og heimilisumhyggjan séu einhverjir dýrmætustu hornsteinarnir hverri þjóðfélags byggingu.

Þórunn Sigurðardóttir

Þórunn Sigurðardóttir

Starfssvið Þórunnar heitinnar var líka umfangsmikið og krafðist mikilla og óskiptra krafta. Þau hjónin eignuðust 13 börn, eitt þeirra er dáið, annað er búsett í Fljótum, en 11 þeirra eru velmetnir Siglfirskir borgarar. — Það hefur því verið mikið starf fyrir þau hjónin að koma þeim mannvænlega barnahóp upp, stund um við blíðar kringumstæður.

Þórunn Sigurðardóttir er dáin. Það er jafnan sárt fyrir ástvini að skilja, ekki síst þegar samleiðin er orðin löng og samstarfið mikið og dýrmætt. En minningarnar lifa með öllum sínum ómþýðu blæbrigðum og draga úr sárs auka skilnaðarins. Eftir langan dag og mikil starfsafköst, er hverjum hvíldin góð og friðurinn fagur.

Blessuð sé minning þín, Þórunn.  A.