Magnús Eðvaldsson bifreiastjóri +

Þjóðviljinn - 14. mars 1979 - Minning

Magnús Eðvaldsson - Fæddur 15.7. 1903 -Dáinn 22.1. 1979

  • „Ég átti þér ófylgt á leið
  • aldrei gerði ég það"

Svo segir skáldið Guðmundur Böðvarsson, er hann minnist látins vinar.

Svipað varð mér innanbrjósts, þegar ég frétti lát vinar míns Magnúsar Eðvaldssonar. Ekki ber að skilja þetta svo, að ég hafi ekki oft hitt Magnús Eðvaldsson og talaði við hann, jafnvel fylgt honum áleiðis heim og jafnvel tekið hann með i bíl, þegar við áttum samleið. Hann hafði líka stundum setið með mér við eldhúsborðið yfir kaffibolla og við rætt saman helst um atburði líðandi stundar oftast þróun stjórnmálanna, en það var honum mikið áhugamál jafnan.

En nú varð mér allt I einu ljóst, að ég hafði trassað að láta hann segja mér frá fjölþættri reynslu sinni og ýmsu sem hann hafði heyrt og séð um ævina, en hann hafði ágæta frásagnargáfu og mikla frásagnargleði og var með afbrigðum minnugur. Ég vissi þó að hann hafði alist upp á Súgandafirði, þótt ekki væri hann fæddur þar, og að hann hafði þekkt skáldið á Þröm þ.e. Magnús Hjaltason, sem er fyrirmynd Ljósvíkings eins og alþjóð veit.

Magnús Eðvaldsson

Magnús Eðvaldsson

Hann var sjálfur alinn upp við vinnu eins og þá tíðkaðist um unglinga, átti stóran systkinahóp. Hann hafði stundað margs konar vinnu t.d. smíðar um langt skeið og seinni hluta ævinnar vörubilaakstur meðan heilsan leyfði. Allt frá því að ég sá hann fyrst hafði hann búið einn i húsi sinu, sem hann kallaði Árós og stendur handan við fjörðinn. Það vildi því þannig til að ég var I rauninni næsti nágranni hans, þegar hann átti leið inn í Siglufjarðarbæ.

Hann hafði yndi af ræktun og umhverfis Árós var sannkallaður unaðsreitur. Þar var auk snyrtilegrar grasflatar vel hirtur garður, þar sem bæði voru ræktaðar matjurtir og skrautblóm auk þess prýða staðinn nokkur tré. Allt ber vott um snyrtimennsku og alúð. Magnús var sannkallað snyrtimenni jafnt i umgengni sem I klæðaburði, þótt hann væri frásneiddur öllu prjáli. Mér finnst næstum að hann hefði vel getað sómt sér i ráðherraveislu klæddur vinnufötum og kominn beint úr vinnu.

Ég vissi líka, að hann hafði hætt vörubílaakstri vegna hjartaveilu, og dundaði sér við ræktunina og smávegis veiðiskap eftir því sem heilsan leyfði. Ég vissi líka, að þótt ellilaunin væru næstum einu tekjurnar, sem hann hafði, þá hafði hann jafnan efni á að styrkja Þjóðviljann með umtalsverðri fjárhæð á hverju ári. Fyrir rúmum tveim árum flutti Magnús svo á Elliheimilið á Siglufirði. Hann var þá furðu hress eftir atvikum og undi þar hag sinum vel. En nú kom auðvitað að því að selja Árós.  

Mér var vel kunnugt um það, að ekki var Magnúsi kappsmál að fá sem hæst verð fyrir þessa eign sina. Hitt var honum mikið áhugamál, að nýi eigandinn léti hana ekki drabbast niður og sem betur fór varð honum að ósk sinni. Honum var það líka  gleðiefni að nýi eigandinn sýndi þessari eign fullan sóma og endurbætti hana. Því  miður er ég ekki fær um að rekja æviferil Magnúsar fram að þeim tíma er við kynntumst.

Hitt vissi ég að hann var víðlesinn og margfróður, og hafði nokkuð komist niður i erlendum málum algerlega af sjálfsdáðum. Síðast þegar ég hitti hann sýndi hann mér loflegan vitnisburð, sem hann hafði fengið fyrir kunnáttu í esperanto, sem hann stundaði þá sér til dægrastyttingar. Magnús eignaðist allstórt bókasafn og þar var aðeins að finna úrvalsbækur. Meginhlutann af safni sinu gaf hann Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins f Hveragerði.

Einnig gaf hann Sjúkrahúsi Siglufjarðar og Björgunarsveitinni Strákum i Siglufirði rausnarlegar gjafir þegar hann hafði selt hús sitt. Eins og áður er sagt var hann fjölfróður og viðlesinn. t.d. var hann svo vel að sér f biblíunni að margur vígður maður mætti vera vel sæmdur af því að vera eins vel heima I þeirri helgu bók. Óvist er þó að báðir þeir aðilar hefðu alltaf lagt eins út af texta þeirrar bókar.

Ekki veit ég hve mikið hann hefur lesið í sósíalískum fræðum þó hefur það eflaust verið allmikið. Annars held ég að Magnús hefði ekki þurft að lesa um sósíalisma til að verða sósíalisti. Ég held að það hafi verið honum meðfætt, og svo hefði lífsreynsla hans eflaust ásamt ágætri greind staðfest þá lífsskoðun hans. Hann var viss um sigur sósíalismans og taldi reyndar, að sá sigur væri nær en margur hyggur. Hann gat áreiðanlega tekið undir með skáldinu Þorsteini Erlingssyni:

  • ,,Ég trúi því sannleiki
  • að sigurinn þinn
  • að síðustu vegina jafni."

Með þeim orðum kveð ég Magnús vin minn með þökk fyrir viðkynninguna.
Sé trú hans rétt, getur verið, að við eigum eftir að hittast síðar og ræða um nútíð og framtíð, og þá mætti ekki gleymast öðru sinni að minnast fortíðarinnar.

Hlöðver Sigurðsson. 
-----------------------------------------------------------

Mjölnir - 30. mars 1979

Magnús Eðvaldsson, Árósi lést á elliheimilinu á Siglufirði 22. febr. sl. Hann var Vestfirðingur, fæddur 15. júlí 1903, fluttist ungur hingað til Siglufjarðar og ! átti hér heima eftir það. Hann fékkst við margvísleg störf, m.a. j vörubifreiðaakstur um langt I árabil. Magnús var minnisstæður þeim er honum kynntust vegna sérstæðs persónuleika; sumir .mundu segja vegna sérvisku. Hann kvæntist aldrei né eignaðist börn, bjó einn í húsi sínu um áratugi og dundaði af alúð og elju við hluti, sem mörgum dugnaðarmanninum fannst harla lítils verðir.

Hann var einn þeirra manna, sem alls ekki láta troða upp á sig fullsmíðuðum kenningum og skoðunum. Um slík efni tók hann engri tilsögn, en vó sjálfur meðrök og mótrök og meðtók j engan boðskap nema hann stæðist hans eigin vitræna og siðferðilega mælikvarða. Hinsvegar fékk ekkert haggað þeim skoðunum, sem hann hafði sannprófað og tekið gildar. Hann var einlægur sósíalisti og fylgdist af áhuga með stjórnmálum.

Hann var mikill biblíulesandi og aðhylltist og fylgdi af einlægni kristnum siðgæðisboðskap, gaf lítið fyrir kirkjulegar trúarkenningar en tók meira mark á spádómsritum biblíunnar en flestir aðrir. Magnús var dagfarsprúður maður og vandaður til orðs og æðis, snyrtinn  verkmaður, las mikið og var fróður um marga hluti. Efnaður varð hann aldrei, en var nægjusamur og hafði alltaf nóg fyrir sig að leggja.

Ef hann eignaðist fé umfram þarfir var hann vís til að kaupa fyrir það bækur, lána það einhverjum sem hann taldi sér skylt að hjálpa eða gefa það til styrktar góðum málsstað. Þótt Magnús væri löngum einbúi varð hann aldrei einfari, sem kallað er.

Hann var í rauninni félagslyndur og hafði gaman af samræðum. Við systkini sín og skyldfólk hélt hann jafnan góðu sambandi, hin síðari ár einkum við bróðurdóttur sína, Anna Vignisdóttir og fjölskyldu hennar og venslafólk. Þetta blað og málstaður þess átti ætíð traustan stuðningsmann þar sem Magnús var. En hann var líka sérstæður einstaklingur, sem vinir og kunningjar höfðu alltaf gaman af að hitta. Því skal hann kvaddur með þökk fyrir samskipti og kynni.

B.S.