Margrét Jónsdóttir, Siglunesi....

Margrét Jónsdóttir var fædd 1.des.1893 og dó 22. ágúst 1969
Blandaðar heimildir fengnar frá Facebook vinum, eftir að ég bað um upplýsingar á þeim vettvangi. Ég ætlaði að raða neðanrituðum upplýsingum upp formlega, en ákvað að færar þetta inn eins og getið er hér neðar:

HEIMILDIR:

Jóhann Heiðar Jóhannsson

Margrét Jónsdóttir var fædd 1.des.1893 og dó 22. ágúst 1969. Hún bjó um tíma að Túngötu 11-- Afskaplega ljúf barngóð kona. Bjó þar með Jóni Jóhannessyni rithöfundi og málafærslumanni. (ef ég man rétt.)
----------------------

Birgitta Guðlaugsdóttir

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir

Hún var amma Þórðar Sigurðssonar, Hafsteins Sigurðssonar, Jónasar Sigurðssonar og Valgeirs Sigurðssonar. Einstaklega ljúf og góð kona. Mamma þeirra hét Sigríður Þórðardóttir og var dóttir Margrétar gift Sigurði Jóhannessyni (Siggi á Nesi) sem var bílstjóri.
----------------------
Jósep Blöndal

Margrét var systir systranna í Hlíðarhúsi, Ólafar ömmu minnar og Sigríðar, mömmu Stellu (Önnu) Snorradóttur.
-----------------------
Ómar Möller

Þetta var amma Ingu Gunnars og Ástu Gunnars, svo voru tveir bræður þeirra stúlkna, annar heitir Þorbjörn, kallaður Tobbi en ég man ekki hvað hinn heitir. Margrét saltaði síld í Hrímni á sínum tíma þegar ég var að vinna þar, ákaflega góð kona. Hún átti heima í Túngötu 26 , húsið beint á móti Hólakoti. -----------  
Mamma þeirra systkina hét Þorbjörg Þórðardóttir og ég held að hún hafi verið systir Jóns Þórðar frá Nesi. --------
Ég held að maður hennar hafi heitið Þórður pabbi Jóns þórðar sem var giftur Soffíu. Margrét átti dóttir sem hét Þorbjörg Þórðardóttir ( mamma Ingu og þeirra systkina.) Þannig að þetta tengist Siglunesi.
------------------

Anna Laufey Þórhallsdóttir

Þetta er hún Margrét amma Ingu Gunnars. Hinn bróðir Ingu heitir Albert og býr í Mosfellsbæ.
-----------------------
Ásta Margrét Gunnarsdóttir

Þetta er hún amma mín elskuleg.
-----------------------

Soley Ólafsdòttir

Þessi kona Margrét Jónsdóttir er móðir Þórðar í Hrímni og móðir Þorbjargar ( sem er móðir Ástu ,Ingu, Albert og Tobba Gunnars börn)

Þessi kona Margrét Jónsdóttir átti 2 systur Ólöf Jónsdóttir og Sigríður Jónsdóttir í Hlíðarhúsum og einn bróðir sem hét Björn Jónsson (afi minn) en börnin hans eru m.a Jón Björnsson og Anna Björnsdóttir frá Siglunesi (móðir mín ) en það er stór ættleggur komin út frá þessu fólki. 
-----------------------------

Margrét St. Þórðardóttir

Þetta er amma mín Margrét Jónsdóttir fædd 1. des 1893 og dó 22. ágúst 1969. Bjó á Siglunesi og var gift Þórði Þórðarsyni fyrsta vitaverði á Siglunesi. Átti Þau 6 börn saman Jón, Sigríði, Gunnar, Jónas, Þorbjörgu og Þórður Þórðarson (pabbi minn). Svo ól hún líka upp dótturson sinn Þorbjörn Gunnarsson. Á Siglufirði bjó hún lengst á Túngötu 26.

Ásta Margrét Gunnarsdóttir

Þetta er hún amma mín elskuleg.

Guðlaugur Þór Þórðarson

Langamma. Pabbi talaði mjög fallega um hana.

Birgitta Guðlaugsdóttir

Hún var amma Þórðar Sigurðssonar, Hafsteins Sigurðssonar, Jónasar Sigurðssonar og Valgeirs Sigurðssonar. Einstaklega ljúf og goð kona. Mamma þeirra hét Sigríður og var dottir Margretar gift Sigurði (Sigga á Nesi)sem var bílstjóri á vörubílastöðinni.

Margrét St. Þórðardóttir

Þetta er amma mín Margrét Jónsdóttir fædd 1. des 1893 og dó 22. ágúst 1969. Bjó á Siglunesi og var gift Þórði Þórðarsyni fyrsta vitaverði á Siglunesi. Átti Þau 6 börn saman Jón, Sigríði, Gunnar, Jónas, Þorbjörgu og Þórð (pabba minn). Svo ól hún líka upp dótturson sinn Þorbjörn Gunnarsson. Á Siglufirði bjó hún lengst á Túngötu 26.

Erla Nanna Jóhannesdóttir:

Sæll Steingrímur, þú varst að spyrja um Margréti Jónsdóttir, - Hún er líklega frá Siglunesi. Var ekkja þaðan, en bjó með afa mínum, Jóni Jóhannessyni á Siglufirði eftir að hann og amma Guðlaug skildu, sem var löngu fyrir mitt minni. Man mjög vel eftir henni frá því í bernsku. Hún er móðuramma Jónasar og Valgeirs Sigurðssonar og þeirra bræðra. Hún og afi bjuggu fyrst þegar ég man eftir í risíbúð í sama húsi og Jóhann skólastjóri, en síðan í húsi rétt hjá Alþýðuhúsinu. En þar bjó á miðhæð Þórður í Hrímni og fjölsk. áður en hann byggði á Laugarveginum. Man bara eftir Siggu og Dísu þar, hin ekki fædd. Afi minn lést 1953. Ég vildi nú bara senda þér þessar upplýsingar hér inni, en ekki á Facebook, passar ekki þar frá mér.. En svo er að sjá hvað aðrir skrifa þar.