Tengt Siglufirði
mbl.is - 18. ágúst 1989 - Minning
Margrét Andersen, Siglufirði. Fædd 19. mars 1910 - Dáin 10. ágúst
1989
Maki; Georg Andersen, f. 20. nóvember 1886, d. f. 19. mars d. 1. febrúar 1970
Að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst 1989 var hringt til mín og mér færð sú fregn að mín ástkæra systir, Margrét Jónsdóttir Andersen frá Siglufirði,
hafi nú kvatt þennan heim eftir löng og erfið veikindi.
Þá fer ég að hugsa um allar þær yndislegu stundir er við systurnar áttum saman. Hún átti við mikil og erfið
veikindi að stríða sem byrja að herja á henni 17 ára og áttu eftir að fylgja um ævibrautina. Þegar við hjónin ásamt fóstursyni okkar flytjum frá Siglufirði til Flateyrar
við Önundarfjörð, þá tökum við hana með okkur til að hjúkra henni svo að henni batnaði að mestu leyti.
Diddi sonur okkar var hennar augnayndi. Þar átti hún
einn son er heitir Agnar Jónsson og er hann elstur barna hennar. Þá flytur hún burtu frá okkur og rétt á eftir kynnist hún manninum sínum Georg Andersen og á með honum 6 börn og 22 ömmubörn.
Á þessum árum þeirra voru það miklir erfiðleikar
og veikindi hjá Margréti systur minni að við hjónin tókum Soffíu Andersen dóttur
þeirra í fóstur til okkar til 16 ára aldurs.
Með þessu ljóði langar okkur að minnast Gunnar til barna og barnabarna með dýpstu samúðarkveðjum.
Guð blessi minningu systur minnar.
(V.Briem)
Soffía Jónsdóttir
__________________________________________________________
mbl.is - 18. ágúst 1989 |
Margrét J. Andersen, Siglufirði - Minning Fædd 19. mars 1910 Dáin 10. ágúst 1989 Elsku amma mín, Margrét J. Andersen, er látin, horfin yfir móðuna miklu eftir langvarandi veikindi. Mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum.
Margar ánægjustundir áttum við saman nöfnurnar, því alltaf var jafngaman að koma til hennar í hlýjuna sem streymdi frá henni. Það var líka ósjaldan að ég sneri heim til mín tómhent, því hún var afburðadugleg að prjóna. Þá ekki bara á mig heldur alla fjölskyldu sína. Það leið ekki sá vetur að við systkinin ættum ekki ullarsokka eða ullarvettlinga sem voru hannaðir af henni.
Seinni árin hittumst við sjaldnar enda langur vegur á milli okkar, en í staðinn héldum við okkur við bréfaskriftir.
Þegar ég stofnaði sjálf fjölskyldu fékk ég eitt fallegasta bréfið frá henni, bréf sem ég lít á sem fjársjóð. Það geymir öll þau fallegustu orð, um hve lífið er dásamlegt þegar þú átt þér ástvin.
Fyrir tveim árum urðu okkar síðustu en jafnframt dásamlegir endurfundir.
Falleg minning hennar verður geymd í huga mér til eilífðar.
(V.Briem)
Guð geymi ömmu mína og verndi.
Margrét Agnarsdóttir