Georg Guðlaugsson bifreiðastjóri

mbl.is 30. desember 2011 | Minningargrein

Georg Guðlaugsson fæddist á Siglufirði 5. febrúar 1927. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. desember 2011.

Georg kvæntist Margréti Marvinsdóttur árið 1964. Margrét var fædd 12. apríl 1927, hún lést 23. september 2001. Þau eignuðust þrjá syni;

 • 1) Árni, f. 24. nóvember 1953, hann er kvæntur Ásdísi Matthíasdóttur, þau eiga þrjú börn,

 • 2) Baldur, f. 8. október 1955, hann var kvæntur Margréti Helgadóttur, þau eiga þrjú börn saman. Baldur og Margrét skildu árið 2000. Baldur er nú kvæntur Åse Marit frá Noregi.

 • 3) Guðlaugur, f. 20. mars 1960, hann er kvæntur Lovísu Jóhannsdóttur, þau eiga tvö börn saman, fyrir átti Guðlaugur tvö börn. Fyrir átti Margrét tvö börn, Dagbjörtu, f. 1947 og Sigurð, f. 1945.
Georg Guðlaugsson

Georg Guðlaugsson

Georg verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 30. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 13.
--------------------------------------------------

Mig langar til að minnast fyrrverandi tengdaföður míns.

 • Ég sendi þér kæra kveðju
 • nú komin er lífsins nótt,
 • þig umvefji blessun og bænir
 • ég bið að þú sofir rótt.
 • Þó svíði sorg mitt hjarta
 • þá sælt er að vita af því,
 • þú laus ert úr veikinda viðjum
 • þín veröld er björt á ný.

(Þórunn Sigurðardóttir.)

Minningin lifir um góðan mann.

Takk fyrir allt og allt, Deddi minn.

Kveðja,  Margrét Helgadóttir.
----------------------------------------------------------

Elsku afi og langafi, við þökkum þér fyrir allar samverustundirnar okkar saman, við geymum minningarnar um þig í hjörtum okkar. Guð blessi þig og hvíldu í friði.

 • Ó, Jesús bróðir besti
 • og barnavinur mesti,
 • æ breið þú blessun þína
 • á barnæskuna mína.

 • Mér gott barn gef að vera
 • og góðan ávöxt bera,
 • en forðast allt hið illa,
 • svo ei mér nái' að spilla.

 • Það ætíð sé mín iðja
 • að elska þig og biðja,
 • þín lífsins orð að læra
 • og lofgjörð þér að færa.

(Páll Jónsson.)

Þín barnabörn og barnabarnabörn,

Helga Rut, Inga Sigrún og börn.