Skúli Magnússon

Mjölnir - 12. tölublað (20.10.1964)

Skúli Magnússon f 8/6 1918 —  d. 5/10 1964

Skúli Magnússon Lækjargötu 13, Siglufirði, lést að heimili sínu 5. 1964 og var jarðsettur hinn 10. s. m. að viðstöddu fjölmenni. Skúli fæddist 8. júní 1912 að Grund í Svarfaðardal, foreldrar hans voru Þórunn Sigurðardóttir og Magnús Pálsson.

Til 14 ára aldurs átti Skúli heima á Grund, en fluttist þá með foreldrum sínum að Brimnesi í Viðvíkursveit í Skagafirði.

Til Siglufjarðar fluttist fjölskyldan 1929 og átti Skúli Siglufjörð að heimasveit síðan.

Lengst mun Skúli hafa starfað hjá Síldarverksmiðjum ríkisins hér, nokkur ár á bifreiðaverkstæðinu Neista, en síðustu árin starfsmaður hjá Siglufjarðarbæ. Hvar sem þessi dagfarsprúði og glaðværi verkamaður vann eða var, ávann hann sér hylli og vináttu samstarfsmannanna og án efa mun hið skyndilega fráfall hans hafa snortið ættingja og starfsfélaga djúpt og eitthvað mun þeim eflaust finnast vanta í hið daglega líf, þar til tíminn.

Skúli Magnússon - Ljósmynd Kristfinnur

Skúli Magnússon - Ljósmynd Kristfinnur

Þessi óskeikuli læknasnillingur, hefur grætt þetta sár sem önnur. Það fer ekki hjá því, að menn af gerð Skúla heitins hafa áhrif á umhverfi sitt, eða það fólk sem þeir umgangast, og vissulega eru það góð áhrif og bætandi. Þess vegna er vina- og kunningjahópurinn stór, sem sendir nánustu ættingjum hans sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Ó. G.