Kristinn Sigurðsson verkamaður

Mjölnir - 19. nóvember 1958 Minningarorð 

Kristinn Sigurðsson verkamaður - Þann 19. sept.1958 lést hér í bæ Kristinn Sigurðsson, verkstjóri, Hverfisgötu 21. Útför hans fór fram frá Siglufjarðarkirkju 27. sept. 

Kristinn Sigurðsson var fæddur á Þorgautsstöðum í Stíflu 3. ág. 1899. Foreldrar hans voru Sigurður Þorkelsson frá ökrum í Fljótum og kona hans Helga Lilja Björnsdóttir frá Götu á Árskógsströnd. 

Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Þorgautsstöðum til 1909, en þá fluttist hann með þeim að Stóra Grindli í Vestur - Fljótum, og var hjá þeim þar til ársins 1912, en það ár brugðu þau búi. Kristinn fór þá til móðursystur sinnar, Þorgerðar Björnsdóttur, og manns hennar, Jóns Ásgrímssonar, að Hrauni í Sléttuhlíð og dvaldi þar til vorsins 1915. 

Þá fluttist hann til Siglufjarðar og dvaldist þar að mestu eftir það. Fyrstu ár sín hér vann hann hjá Birni Jónassyni. Sumarið 1920 byrjaði hann að vinna við síldverkun, og vann við hana hvert sumar síðan, fyrst einkum sem beykir, en síðan ýmist sem matsmaður eða verkstjóri, og stundum hvort tveggja í senn. Lengst mun hann hafa starfað hjá Reykjanes h/f, en auk þess sem hann starfaði hjá því fyrirtæki hér, vann hann mikið að síldarverkun á Suðurlandi á vegum eigenda þess. 

Kristinn Sigurðsson  - ókunnur ljósmyndari

Kristinn Sigurðsson - ókunnur ljósmyndari

Á vetrum stundaði Kristinn ýmis störf. Fyrstu árin eftir að hann fluttist hingað annaðist hann á vetrum fjárgeymslu í Haganesi og Haganesvík, en eftir að hann komst til þroska, sótti hann lengi vetraratvinnu í verstöðvar á Suðurlandi og vann þá ýmist á sjó eða landi. 

Eftir að Tunnuverksmiðja ríkisins var stofnuð, starfaði hann hjá henni á hverjum vetri, oftast eða alltaf sem beykir. Kristinn heitinn var ágætur verkmaður, verkhygginn og samviskusamur í störfum og því eftirsóttur starfsmaður. 

Kristinn var ekki maður, sem mikið bar á hversdagslega. Hann var fremur hlédrægur og dulur í í skapi, fáorður að jafnaði, orðvar og greinagóður í tali. Hann var ágætlega greindur maður, víðlesinn og fróður og rökfastur í hugsun og tali. Hagorður mun hann hafa verið, en beitti þeirri gáfu sjaldan. Kristinn heitinn kvæntist aldrei og átti ekkert barn, en fór þó ekki á mis við heimilislíf. 

Eftir að hann fluttist að Hverfisgötu 21 til frú Sigurbjargar Jakobsdóttur og barna hennar fyrir 18 árum, átti hann þar heimili til æfiloka. Kristinn gaf sig ekki mikið að félagsmálum, en var eftirsóttur til trúnaðarstarfa í þeim félagssamtökum, sem hann var í, en það voru verkamannafélögin hér, félag síldverkunarmanna og Sósíalistaflokkurinn. Hann átti lengi sæti í trúnaðarmannaráði verkalýðsfélaganna hér, var löngum í stjórn síldverkunarmannafélagsins og í Sósíalistafélaginu hér, sem hann var stofnfélagi í, skipaði hann oftast eða alltaf einhverja trúnaðarstöðu. 

Einkenndust störf hans í þessum félagssamtökum alltaf af þeim skapgerðareinkennum sem ríkust voru í honum: rólegri yfirvegun og hleypidómslausu mati á hverju fyrirbæri. Síðustu ár sín var Kristinn orðinn tæpur til heilsu og auk þess slitinn af miklu erfiði allt f rá barnsaldri. Þá mun hann á köflum hafa meiri kynni af Bakkusi en hollt var. 

Samt leitaðist hann við að skila sömu afköstum í starfi og jafnan áður, og munu fáir háfa heyrt á honum æðrumerki. Kristinn heitinn hafði til að bera ýmis bestu einkennin, sem íslensk lífskjör hafa merkt þá syni alþýðunnar, er ólust upp á mestu umbrotatímum þjóðarinnar, tímabilinu sem hún er að vakna til vitundar um mátt sinn og rétt sinn: æðruleysi þrátt fyrir erfið kjör, góðvild til annarra, ást á fögrum hugsjónum og einlæga löngun til fróðleiks og menntað Slíkra manna er ætíð gott að minnast. 

B.S.

Mjölnir - 19. nóvember 1958 Minningarorð

Kristinn Sigurðsson Fæddur 3. ág. 1899 - d. 19. sept.1958

 

Kristinn Sigurðsson verkstjóri - Þann 19. sept.1958 lést hér í bæ Kristinn Sigurðsson, verkstjóri, Hverfisgötu 21. Útför hans fór fram frá Siglufjarðarkirkju 27. sept.

 

 

Kristinn Sigurðsson var fæddur á Þorgautsstöðum í Stíflu 3. ág. 1899. Foreldrar hans voru Sigurður Þorkelsson frá ökrum í Fljótum og kona hans Helga Lilja Björnsdóttir frá Götu á Árskógsströnd.

 

Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Þorgautsstöðum til 1909, en þá fluttist hann með þeim að Stóra Grindli í Vestur - Fljótum, og var hjá þeim þar til ársins 1912, en það ár brugðu þau búi. Kristinn fór þá til móðursystur sinnar, Þorgerðar Björnsdóttur, og manns hennar, Jóns Ásgrímssonar, að Hrauni í Sléttuhlíð og dvaldi þar til vorsins 1915.

 

Þá fluttist hann til Sigluf jarðar og dvaldist þar að mestu eftir það. Fyrstu ár sín hér vann hann hjá Birni Jónassyni. Sumarið 1920 byrjaði hann að vinna við síldverkun, og vann við hana hvert sumar síðan, fyrst einkum sem beykir, en síðan ýmist sem matsmaður eða verkstjóri, og stundum hvort tveggja í senn. Lengst mun hann hafa starfað hjá Reykjanes h/f, en auk þess sem hann starfaði hjá því fyrirtæki hér, vann hann mikið að síldarverkun á Suðurlandi á vegum eigenda þess.

 

Á vetrum stundaði Kristinn ýmis störf. Fyrstu árin eftir að hann fluttist hingað annaðist hann á vetrum fjárgeymslu í Haganesi og Haganesvík, en eftir að hann komst til þroska, sótti hann lengi vetraratvinnu í verstöðvar á Suðurlandi og vann þá ýmist á sjó eða landi.

 

Eftir að Tunnuverksmiðja ríkisins var stofnuð, starfaði hann hjá henni á hverjum vetri, oftast eða alltaf sem beykir. Kristinn heitinn var ágætur verkmaður, verkhygginn og samviskusamur í störfum og því eftirsóttur starfsmaður.

 

Kristinn var ekki maður, sem mikið bar á hversdagslega. Hann var fremur hlédrægur og dulur í í skapi, fáorður að jafnaði, orðvar og greinagóður í tali. Hann var ágætlega greindur maður, víðlesinn og fróður og rökfastur í hugsun og tali. Hagorður mun hann hafa verið, en beitti þeirri gáfu sjaldan. Kristinn heitinn kvæntist aldrei og átti ekkert barn, en fór þó ekki á mis við heimilislíf.

 

Eftir að hann fluttist að Hverfisgötu 21 til frú Sigurbjargar Jakobsdóttur og barna hennar fyrir 18 árum, átti hann þar heimili til æfiloka. Kristinn gaf sig ekki mikið að félagsmálum, en var eftirsóttur til trúnaðarstarfa í þeim félagssamtökum, sem hann var í, en það voru verkamannafélögin hér, félag síldverkunarmanna og Sósíalistaflokkurinn. Hann átti lengi sæti í trúnaðarmannaráði verkalýðsfélaganna hér, var löngum í stjórn síldverkunarmannafélagsins og í Sósíalistafélaginu hér, sem hann var stofnfélagi í, skipaði hann oftast eða alltaf einhverja trúnaðarstöðu.

 

Einkenndust störf hans í þessum félagssamtökum alltaf af þeim skapgerðareinkennum sem ríkust voru í honum: rólegri yfirvegun og hleypidómslausu mati á hverju fyrirbæri. Síðustu ár sín var Kristinn orðinn tæpur til heilsu og auk þess slitinn af miklu erfiði allt f rá barnsaldri. Þá mun hann á köflum hafa meiri kynni af Bakkusi en hollt var.

 

Samt leitaðist hann við að skila sömu afköstum í starfi og jafnan áður, og munu fáir háfa heyrt á honum æðrumerki. Kristinn heitinn hafði til að bera ýmis bestu einkennin, sem íslensk lífskjör hafa merkt þá syni alþýðunnar, er ólust upp á mestu umbrotatímum þjóðarinnar, tímabilinu sem hún er að vakna til vitundar um mátt sinn og rétt sinn: æðruleysi þrátt fyrir erfið kjör, góðvild til annarra, ást á fögrum hugsjónum og einlæga löngun til fróðleiks og menntað Slíkra manna er ætíð gott að minnast.
B.S.