Friðrikka Björnsdóttir

mbl.is - 17. febrúar 1990  

Friðrikka Björnsdóttir Hlíðarvegi 16 -Fædd 14. september 1900 Dáin 10. febrúar 1990

Árið 1925 giftist Friðrikka Ólafi Eiríkssyni Hlíðarvegi 16, verkamanni, ættaðum úr Ólafsfirði, f. 24. júní 1897 - d. 16. desember 1985

Börn þeirra voru átta; 

 • Kristín Ólafdóttir, gift Guðjóni Kristinssyni, sem er látinn, búsett í Vestmannaeyjum,
 • Sigríður Ólafsdóttir, gift Magnúsi Sigurðssyni, búsett á Úlfsstöðum á Héraði,
 • Ásta Ólafsdóttir, gift Sveini Sigurðssyni, búsett í Vestmannaeyjum,
 • Eiríkur Ólafsson, kvæntur Sigurlaugu Straumland, búsettur í Reykjavík,
 • Eygló Ólafsdóttir, gift Bergmanni Júlíussyni, búsett í Keflavík,
 • Anna Álafsdóttir var gift Sigurði Þorkelssyni, búsett á Siglufirði, og
 • Ólafur Reynir Ólafsson, kvæntur Bjarneyju Emilsdóttur, búsettur á Seyðisfirði.
 • Auk þess ólu þau upp dótturson sinn,
 • Valmund.
  --------------------------------------
 • Lækkar lífdaga sól.
 • Löng er orðin mín ferð.
 • Fauk í farandi skjól,
 • fegin hvíldinni verð.

 • Guð minn, gefðu þinn frið,
 • gleddu og blessaðu þá,
 • sem að lögðu mér lið.
 • Ljósið kveiktu mér hjá.
Friðrikka Björnsdóttir

Friðrikka Björnsdóttir

(Herdís Andrésdóttir.)

Þessi orð Herdísar eiga vel við þegar minnst er Friðrikku móðursystur minnar, sem við sjáum nú á bak, við kölluðum hana alltaf Rikku frænku. Hún var síðust af mínum móður- og föðursystkinum og því er eins og slitni strengur, enginn eftir til að spyrja ef vantar eitthvað úr fortíðinni.

Friðrikka Björnsdóttir fæddist að Borgargerði í Fljótum en fluttist ung að Sigríðarstöðum þar sem hún ólst upp ásamt sjö systkinum og bróðurdóttur afa míns, en faðir hennar varð úti í Siglufjarðarskarði árið 1903, þau voru því níu börnin á Sigríðarstöðum.

Foreldrar Rikku voru Engilráð Einarsdóttir, ættuð úr Ólafsfirði, og Björn Hafliðason, ættaður úr Fljótum. Þau hófu búskap í Ólafsfirði en fluttust þaðan í Fljótin og bjuggu lengst af á Sigríðarstöðum, eða þar til þau fluttu til Siglufjarðar. Þar reistu þau sér hús ásamt börnum sínum og hygg ég að systkinin hafi flest hafið búskap þar.

Björn dó árið 1939 en Engilráð árið 1959, þá 86 ára.

Árið 1925 giftist Rikka Ólafi Eiríkssyni ættuðum úr Ólafsfirði. Þau fetuðu í fótspor afa og ömmu því börnin urðu átta; Kristín, gift Guðjóni Kristinssyni, sem er látinn, búsett í Vestmannaeyjum, Sigríður, gift Magnúsi Sigurðssyni, búsett á Úlfsstöðum á Héraði, Ásta, gift Sveini Sigurðssyni, búsett í Vestmannaeyjum, Eiríkur, kvæntur Sigurlaugu Straumland, búsettur í Reykjavík, Eygló, gift Bergmanni Júlíussyni, búsett í Keflavík, Anna, var gift Sigurði Þorkelssyni, búsett á Siglufirði, og Ólafur Reynir, kvæntur Bjarneyju Emilsdóttur, búsettur á Seyðisfirði. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Valmund. Barnabörnin eru 25 og barnabarnabörnin 35.

Það segir sig sjálft að nóg varað gera meðan verið var að koma þessum hópi til manns. Þegar ég man fyrst eftir mér, voru börnin farin að tínast að heiman, og man ég að hún frænka mín sat oftast við saumavélina ef hún var ekki í eldhúsinu. Það var ekki nóg með að hún þjónaði sínum stóra hópi, hún saumaði einnig fyrir aðra og gerði marga gamla flík að nýrri.

Það var ekki fyrr en Rikka var komin á efri ár, að hún fór að skoða sig um, og hún naut þess betur en nokkur sem ég þekkti. Hún sleppti því helst ekki, að fara með Slysavarnafélaginu í sumarferðir og var þá hrókur alls fagnaðar. Ekki vildi hún þó vera lengi í burtu því heima beið Óli og hjá honum vildi hún vera. Sýndi það sig best síðustu árin hans þegar hún fór til hans á sjúkrahúsið tvisvar á dag hvernig sem viðraði. Hún lagði eins mikla rækt við það eins og börnin meðan þau þurftu á henni að halda. Ólafur lést árið 1985.

Seinustu árin dvaldi Rikka á elliheimilinu á Siglufirði, en hún hafði samt áfram heimilið sitt á Hlíðarveginum. Þangað fór hún flesta daga meðan heilsan leyfði, stundum til að baka, stundum til að leggja sig, eða eins og hún sagði sjálf, "stundum bara til að setja saman eina og eina vísu", en það átti hún ákaflega auðvelt með.

 • Margs er að minnast,
 • margt er hér að þakka.
 • Guði sé lof fyrir liðna tíð.
 • Margs er að minnast,
 • margs er að sakna.
 • Guð þerri tregatárin stríð.

(Vald. Briem.)

Við systkinin af Hólaveginum þökkum fyrir að hafa átt hana að, alltaf glaða og káta alveg eins og hún Engilráð amma okkar var, og sendum frændsystkinum okkar innilegar samúðarkveðjur.

Regína

Ólafur Eiríksson og Friðrikka Björnsdóttir