Villy Pedersen - Willy Petersen

mbl.is 4. mars 2021 | Minningargrein

Villy Pedersen fæddist á Siglufirði 10. ágúst 1937. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. febrúar 2021.

Foreldrar hans voru Johan Pedersen fisksali, f. 11.11. 1906 í Noregi, d. 21.11. 1968, og Stefanía Guðmundsdóttir, f. 3.8. 1906 á Tjörnum í Sléttuhlíð, d. 21.2. 1973.

Bræðurnir eru:

 • 1) Harry Pedersen, f. 7.2. 1936, d. 21.4. 2008.

 • 2) Willy Petersen f.10 ágúst 1937 - d 20. febrúar 2021

  3) Guðmundur Elí Pedersen, 9.10. 1947.
  Hálfbróðir samfeðra er:

 • Stefán Birgir Pedersen, f.7.12. 1936. (Ljósmyndari Sauðárkrók)
Willy Petersen - ókunnur ljósmyndari

Willy Petersen - ókunnur ljósmyndari

Villy giftist eiginkonu sinni, Þórunni Hönnu Júlíusdóttur, 25.5. 1959, f. 20.7. 1940, d. 1.11. 2004.
Þau eignuðust 3 börn:

1) Ólafur Guðbjörn Petersen, f. 11.8. 1958, kvæntur Ingibjörgu Halldórsdóttur
og eiga þau 3 börn:
 • a) Villý Þór,
  barn úr fyrri sambúð er
 • Þorvaldur Hörður, sambýliskona hans er Guðrún Helgadóttir og
  börn þeirra eru
 • Ingibjörg Freyja og
 • Ólafur Flóki.

  b) María Björk, gift Jóni Ara Rúnarssyni,
  börn þeirra eru
 • Hildur Sif,
 • Hekla Dís og
 • Karen Ósk.

 • c) Rebekka Rut, unnusti Orri Már Kristinsson og
  börn þeirra eru
 • Patrekur Óli og Alexander Óli.
2) Ragnar Bogi Pedersen, f. 13.3. 1962, sambýliskona Sólveig Sveinsdóttir.
Börn Ragnars Boga eru:
 • a) Sólveig Margrét,
  hún á tvö börn,
 • Elínu Ósk og
 • Julie.
  Ragnar Bogi kvæntist Sæunni Sævarsdóttur, þau skildu,
  dóttir þeirra er
 • b) Þórunn Hanna, sambýlismaður Haukur Henriksen.
  Sólveig á son,
 • Kristján Frey, og sambýliskona hans er Katrín Sveina,
  hún á eina dóttur,
 • Elsu Margréti.

3) Jóna Pedersen, f. 20.9. 1965.
Barn Jónu og Péturs Einarssonar er
 • Gunnhildur, unnusti hennar er Jari Liukku
  og á hann fyrir son,
 • Theodor Christoffer.

Villy ólst upp á Siglufirði til 13 ára aldurs, frá átta ára aldri var hann á síldarplaninu með móður sinni og föður. Hann starfaði hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli þar til hann fór til Eimskips sem sjómaður og síðar vaktmaður, starfaði hann þar í 49 ár samfleytt. Hann var liðtækur á sínum yngri árum í frjálsum íþróttum og spilaði auk þess körfubolta.

Lengst af bjó hann í Kópavogi á Nýbýlavegi.

Útförin fer fram frá Digraneskirkju í dag, 4. mars 2021, klukkan 11.
----------------------------------------------------------

Elsku pabbi og afi.

Það er svo sárt að þú sért farinn frá okkur. Margar góðar minningar koma upp í hugann, allar Spánarferðirnar sem við fórum í sem þú hafðir svo gaman af og ferðirnar til Siglufjarðar þangað sem þú áttir rætur þínar að rekja og fræddir okkur um gamla heimabæinn þinn sem þér þótti svo vænt um.

Einnig koma upp í hugann allar heimsóknirnar á Nýbýlaveginn, kaffihúsaferðirnar á uppáhaldskaffihúsið þitt, Kaffivagninn, og bíltúrarnir um höfnina þar sem þú hafðir gaman af því að skoða skipin.

Þú varst svo skemmtilegur, fyndinn, ljúfur, góður og hafðir sterkar skoðanir á mörgum málefnum.

Þú hefur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum þar þá helst fótbolta, einnig voru krossgátur þér hugleiknar og þær erfiðustu fórstu létt með.

Það voru kaflaskil í lífi þínu þegar þú gast ekki búið lengur á heimili þínu þar sem þú hafðir búið í 53 ár og fluttir inn á Hrafnistu í Hafnarfirði í apríl í fyrra.

Þar héldum við þín seinustu jól og er mjög sárt að hugsa til þess að þú máttir ekki vera með okkur heima vegna heimsfaraldurs.

Að lokum viljum við þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við munum aldrei gleyma þér og þú munt ávallt vera í hjarta okkar.

Elskum þig mest. Knús og kossar. Jóna og Gunnhildur.
-----------------------------------------------

Villy Petersen

Þegar söknuðurinn er svona mikill verða orðin svo lítilsmegnug. Hvernig á maður að læra á lífið sem inniheldur þig ekki lengur?

Ég var svo lánsöm að eiga þig sem afa í tæp þrjátíu ár og öll þessi ár gáfu mér svo ótal margar ómetanlegar og dýrmætar minningar. Ég sótti mikið í að vera hjá þér og ömmu enda leið mér alltaf svo vel hjá ykkur og fann hvað ég var elskuð. Ég var svo sannarlega litla afastelpan þín sem þú gerðir allt fyrir, ég verð þessi litla afastelpa að eilífu. Samband okkar var einstakt en virðing og mikil vinátta einkenndu það, þú talaðir alltaf svo fallega til mín og því mun ég aldrei gleyma.

Minningarnar eru ótal margar, ferðirnar niður á tjörn, bláberjatínslan, bókamarkaðurinn og allskonar ferðir hingað og þangað um landið. Ferðirnar í Kolaportið ylja mér alltaf en þar fékk maður alltaf að velja sér eitthvað, síðan var keyrt niður á höfn að skoða skipin og stoppað að skoða krabbana. Fyrst og fremst fannst mér alltaf svo gaman og gott að vera í kringum þig.

Hlýju afaknúsin, öll fallegu, fyndnu og dýrmætu samtölin sem ég trúi ekki ennþá að verði ekki fleiri.

Þinn einstaki húmor sem fékk mig alltaf til að skellihlæja og rúmlega það, húmorinn sem þú hélst í þar til yfir lauk. Síðustu árin snerust hlutverkin við, ég náði í þig og við keyrðum niður á höfn alveg eins og í gamla daga, síðan skelltum við í okkur kaffisopa á Kaffivagninn, ég á eftir að sakna þess mikið.

Ég var svo heppin að allt mitt líf leiddir þú mig og kenndir mér svo margt. Það var minn heiður að fá að leiða þig þinn síðasta spöl. Ég sakna þín á þann hátt að ég hreinlega finn ekki réttu lýsingarorðin.

Sofðu rótt, elsku afi minn, takk fyrir allt.

Þín  Þórunn HannaRagnarsdóttir.

Stefanía Guðmundsdóttir Petersen - (1947)Guðmundur Petersen - (1937)Willy Petersen - Johan Petersen - (1936)Harry Petersen

Stefanía Guðmundsdóttir Petersen - (1947)Guðmundur Petersen - (1937)Willy Petersen - Johan Petersen - (1936)Harry Petersen