Johan Petersen fisksali

Samtíningur, sk:
Johan Pedersen fisksali f. 11.11. 1906 í Noregi, d. 21.11. 1968

Kona hans var Stefanía Guðmundsdóttir, f. 3.8. 1906 á Tjörnum í Sléttuhlíð, d. 21.2. 1973.

Synir þeirra eru:

  • 1) Harry Pedersen, f. 7.2. 1936, d. 21.4. 2008.
  • 2) Willy Petersen f.10 ágúst 1937 - d 20. febrúar 2021
  • 3) Guðmundur Elí Pedersen, 9.10. 1947.
    Og sonur Petersen
    Stefán Birgir Pedersen ljósmyndari á Sauðarkrók, f.7.12. 1936.

--------------------

Aðsendar upplýsingar tengdar Petersen og Stefaníu:

Johan Petersen fisksali

Johan Petersen fisksali

Joh­an Peder­sen fisksali, f. 11.11. 1906 í Nor­egi, d. 21.11. 1968, og Stef­an­ía Guðmunds­dótt­ir, f. 3.8. 1906 á Tjörn­um í Sléttu­hlíð, d. 21.2. 1973.

Þetta fann ég með Google en ég er ekki áskrifandi Morgunblaðsins. Þú finnur þetta þar. En ég rakst líka á minningargrein um Harry á timarit.is og þar er nákvæmlega sama sagt um foreldra þeirra bræðra, Johan og Stefaníu frá Tjörnum - einn bróðirinn til viðbótar hét Guðmundur.
------------------------------------------

Heimili Johan Pedersen fjölskyldunnar var við Suðurgötu 47, sunnan við gatnamótin á Laugarvegi.

Harry var elsti sonurinn, hæglátur, hávaxinn, grannur og ljóshærður,

Willy var um 2 árum yngri, mesti fjörkálfur, frekar smávaxinn, ljóshærður grannvaxinn og afburða fimur, einn af þeim bestu í fimleikum í Barnaskólanum í kring um 1950.

Guðmundur var nokkrum árum yngri en Willy.

Johan Petersen var glæsimenni og mjög vinsæll fisksali á Siglufirði og auk þess ágætur harmonikkuleikari og spilaði fyrir dansi á Siglufirði og víðar um nágrannasveitir á yngri árum.

Sagt var að hann hefði eignast son á Sauðárkróki eftir "Sæluviku", þar sem hann hafði spilað á nikkuna sína fyrir Skagfirðinga.

Mörgum árum síðar var ég staddur á Króknum og var mér bent á myndarlegan ungan pilt á götu og mér var sagt að þetta væri Stefán Pedersen harmonikkuleikari, sonur Petersen á Sigló.

Seinna frétti ég að Stefán Pedersen væri ljósmyndari og ætti ljósmyndavöruverslun og framköllunarþjónustu á Sauðárkróki.
Þar sá ég hann við afgreiðslu og mér þótti hann sláandi líkur föður sínum, sennilega líkastur honum af sonum hans.

Stefanía Guðmundadóttir Pedersen. var dugnaðarkona, eins og hennar fólk frá mörkum Sléttuhlíðar og Höfðastrandar í Skagafirði, þar sem sólin ljómar útí hafinu á kyrrum sumarkvöldum. 

--------------------

Voru þær ekki systur kona Pedersen og kona Johansen ? Sagði söguna af því hér einhvers staðar um daginn að ég ca. 5 ára var stundum send eftir mjólk hjá Rósu eða til Petersen eftir fiski/fiskfarsi.

Pedersen var með búðina þar sem Hannes Boy svæðið er núna. Og Tréverkstæði Gústa og Hjalla löngu síðar.

En ég lærði ekki að segja S (ess) fyrr en eftir þetta og líklega var það sá sem nefndur er Harry, (vissi ekki hvað hann hét þá), sem oft vann í búðinni og alltaf stríddi mér á þessu þegar hann hitti mig og ávarpaði: "Hálft kíló of fiþþkfaþi ?"  en bara brosandi út að eyrum og ekki illgirnislega svo ég móðgaðist aldrei við hann.

Hafið þökk fyrir
------------------------------------------------

Norska sjómannaheimilið 100 ára - Tengill: http://www.sk2102.com/436664879

Partur af grein sem Leó Ólason skrifaði, en þar er Pedersen nefndur, og mynd af húsinu og hlið þess, þar sem Pedersen var með fiskbúð sína:

.........Það hýsir nú Tónskóla Siglufjarðar á efri hæðinni, en á undan var þar trésmíðaverkstæðið Tréverk. Þar var einnig fyrsta sjúkrahúsið á Siglufirði. 

Í kjallaranum hefur verið fiskbúð frá því löngu fyrir miðja síðustu öld. Fyrst var þar Pedersen og þá var gengið inn í hana að sunnanverðu og eru þær dyr ennþá á sínum stað. Síðan var rekin þar Fiskbúð Kjötbúðar Siglufjarðar svo undarlega sem það hljómar, en þar var Jósafat verslunarstjóri.

Ekki veit ég hvenær innganginum breytt og farið var að ganga inn í búðina að vestan, en líklega hefur það verið meðan Jósi var viðloðandi reksturinn. Jósi og Böddi tóku síðan við og eftir þá Eysteinn, Guggi og Salli. Nú rekur Eysteinn Fiskbúð Siglufjarðar sem er mun merkilegri búð en allt of margir gera sér ekki grein fyrir og hún er nú orðin eins konar minnisvarði fyrir verslunarhætti sem eru orðnir harla fáséðir.  

Stefanía Guðmundsdóttir - Guðmundur Pedersen - Harry Pedersen - Pedersen og Wily Pedersen -