Þóra Guðmunda Bjarnadóttir Siglufirði

Morgunblaðið - 22.12.1990    Minning

Þann 8. október 1990 lést föðursystir mín, Þóra Guðmunda Bjarnadóttir, Hvanneyrarbraut 74, Siglufirði. Munda, eins og hún var ætíð kölluð, fæddist á Siglufirði árið 1912 og bjó þar alla sína ævi.

Eiginmaður hennar hét Friðrik Steinn Friðriksson,  f. 11.12. 1908, d. 19.4. 1963. Hann lést 19. apríl 1963.
Börn þeirra eru:

Friðrik Bjarni Friðriksson, (Friðrik Friðriksson) sem er elstur og er kona hans Gerða Pálsdóttir. Björg Sigríður Friðriksdóttir, gift Sveini Sveinssyni og eiga þau dæturnar
  • Freyja Sveinsdóttir og
  • Þóra Sveinsdóttir, en þær eiga tvö börn hvor.
Jóhannes Guðmundur, en kona hans er Kristín Baldursdóttir,
Guðmunda Bjarnadóttir - ókunnur ljósmyndari

Guðmunda Bjarnadóttir - ókunnur ljósmyndari

börn þeirra eru
  • Fríða Kristín Jóhannesdóttir og
  • Bjarni Friðrik Jóhannesson.

Móðir Guðmundu, Ólöf Þorláksdóttir, lést 17. janúar 1985, þá 96 ára að aldri.
Hafði hún þá búið um 10 ára skeið í sama húsi og Guðmunda sem var alla tíð móður sinni mikil stoð og stytta.
Heimili hennar var í næsta húsi við æskuheimili mitt og lá leið mín oft þangað með vini mínum, syni hennar Jóhannesi. Þangað var ég ætíð velkominn og alltaf var von á góðum móttökum.

Eftir að ég fluttist frá Siglufirði og kom í heimsókn með fjölskyldu mína var alltaf farið fljótlega yfir til Mundu og voru þá fagnaðarfundir. Hún var mjög gestrisin og tók vel á móti okkur hvenær sem var. Hún heillaði strax konu mína og börn með hlýju og vinsemd. Ég hitti Mundu síðast í ágúst í sumar er ég dvaldist skamma stund á æskuslóðum.

Var hún þá þreytt og lasleg en sagði skilmerkilega frá ferðalagi sem hún fór til Svíþjóðar fyrr á árinu til Þóru dótturdóttur sinnar, stolt og ánægð yfir að hafa upplifað allt sem hún hafði ekki áður gert. Hennar síðustu orð voru sagðar af ákafa og heilindum til hinsta dags.

Og ætíð er við kvöddumst, guð veri með ykkur.

Blessuð sé minning Þóru Guðmundu Bjarnadóttur. Guð veri með hennar börnum og fjölskyldum.

Jón Guðmundsson.