Bjarni Guðmundsson, Bakka.

Bjarni Guðmundsson, Bakka. Fæddur 20. júlí 1890. Dáinn 1. sept. 1919.

Maki hans var  Ólöf Þorláksdóttir, f.20. júní 1889 d. 17. janúar 1985 -- Þau eignuðust 8 börn, meðal þeirra voru:

  • Guðmundur Bjarnason verkamaður, f. 25.10. 1916, d. 5.4. 1987,
    Maki hans var Maja Bjarnason, f. 3.9. 1916, d. 25.4. 2004.

  • Þóra Guðmunda Bjarnadóttir,  f. 29.8. 1912, d. 8.10. 1990  Maki hennar var, Friðrik Steinn Friðriksson, f. 11.12. 1908, d. 19.4. 1963. 

------------------------------------------------------------
Fram - 18. október 1919

Bjarni Guðmundsson, Bakka. Fæddur 20. júlí 1890. Dáinn 1. sept. 1919.

Orkt | Nafni foreldranna

Enn hefir dauðinn sárri sigð
hér sundur einn lífsþráð skorið:
sigrast á hreysti, tápi og tryggð
og tætt sundur æskuþorið;
— skilið þar eftir haust og hryggð
er hamingjan ríkti og vorið!

Vér skiljum aldrei þann örlögdóm
að æskan má hníga' og deyja.
Öll speki verður þá spurning tóm
og spár hafa' ei neitt að segja. —
Klukkurnar glymja gjöllum lóm,
en gröfin og dauðinn þegja.

En þá leggur trúin rnjúka mund
á mein þeirra' er hana játa,
og græðir hóglega hola und
og hryggðinni stillir í máta
og vaggar þeim hæát í væran blund,
er vinina þreyttir gráta.

Sendu þeim, drottinn, táp og trú
er tryggasta vininn hér mistu!
Ekkjunnar vörður vertu nú —
— hennar von er í þessari kistu!
Foreldra böli í blessun snú,
hjá börnunum litlu gistu.

Sofðu nú, vinur, vært og rótt,
vafinn í skauti móður!
þó gröfin sé köld er þar hvíld — og hljótt,
og hjá þér minningasjóður.
Vér vitum, að eftir aldanótt
mun hér upp rísa drengur góður.
S. Bj.