Páll Gunnólfsson

Samtíningur sk

Páll Gunnólfsson f. 12. janúar 1931 - d. 11. ágúst 2016

Maki:  Ásta Einarsdóttir f. 14. maí 1928, og eiga þau tvo syni, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn.
------------------------------

Tíminn - 23. Tölublað (02.02.1996)

Bergstaðastræti 21

Árið 1978 er húsið selt og þá kaupa það þau hjónin Páll Gunnólfsson frá Þórshöfn á Langanesi og kona hans Ásta Einarsdóttir frá Siglufirði. Páll Gunnólfsson stundaði bæði útgerð og verslun, en er farinn að draga saman seglin.

Páll Gunnólfsson

Páll Gunnólfsson

Ásta kona hans vinnur núna hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Þau hjón hafa gert mjög mikið fyrir húsið og má segja að búið sé að endurnýja það allt að innan. Unnið var að endurbótum utanhúss í fyrrasumar og er þeim að mestu lokið, nema ekki vannst tími til að mála áður en vetur konungur gekk í garð. Þau segja þetta gott og merkilegt hús og í því sé ljúft að búa.