Tengt Siglufirði
mbl.is - 2. september 2021 | Minningargreinar
Leifur Eiríksson fæddist á Siglufirði 23. nóvember 1939.
Hann
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 28. ágúst 2021.
Foreldrar hans voru Eiríkur
Guðmundsson, verkstjóri og trésmiður, f. 28. júní 1908, d. 9. maí 1980 og Herdís Ólöf Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1912, d. 1. september
1996.
Systkini Leifs:
Leifur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Öldu Jónsdóttur, 9. september
1967 á Ísafirði, f. 11. janúar 1942.
Foreldrar hennar voru Jón Jóhannesson, f. 7. nóvember 1900, d. 2. júlí 1973 og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1. júlí
1906, d. 24. janúar 1974.
Börn Leifs og Öldu eru:
Leifur ólst upp á Siglufirði. Hann sinnti ýmsum störfum til sjós og í landi. Hann lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík í kjötiðn og vann alla sína starfstíð við þá iðn, lengst hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Leifur verður jarðsunginn frá Lindakirkju í dag, 2. september 2021, og hefst athöfnin kl. 13.
(H J)
Megi minning um einstakan eiginmann lifa.
Þín Alda.
-------------------------------------------
Okkur systur langar að minnast pabba með nokkrum orðum. Það er svo skrítið hvernig hugurinn hefur farið á flug eftir að þú kvaddir, ótal ljúfar og skemmtilegar minningar sprottið fram. Þú varst mjög stoltur af því að vera Siglfirðingur og þegar við ólumst upp var farið að minnsta kosti einu sinni á hverju sumri þangað. Þú hafðir áhuga á dýrum og náttúrunni og við munum vel eftir öllum ferðalögunum innanlands þegar fræddir þú okkur um landið.
Okkur er það alltaf minnisstætt þegar við keyrðum Skagafjörðinn, þá vorum við alltaf spurðar um eyjarnar, Drangey, Málmey og Þórðarhöfða. Eins þegar við keyrðum Kjalarnesið sagðir þú okkur alltaf frá súrheysturnunum þremur sem þú byggðir. Við segjum sonum okkar líka frá þessu í hvert skipti sem við keyrum þarna fram hjá.
Þú varst mikill skákmaður, tefldir mikið og kenndir bæði börnum og barnabörnum mannganginn.
Þú varst mikill barnakarl og hafðir unun af barnabörnunum. Þú áttir alltaf Prins Póló til þess að lauma að okkur. Þegar krakkarnir voru minni var oft ansi fjölmennt í heimsókn, þá áttir þú það til að segja þegar við vorum að fara komið endilega fljótt aftur, það er svo notalegt þegar þið farið.
Þrátt fyrir að minnið hafi verið farið að bresta þá mátti samt alltaf sjá glitta í þig. Eins og þegar þú hermdir eftir fólki, því þú varst ágætiseftirherma eða þegar þú sagðir við mömmu það er alltaf sama forvitnin í henni.
Við vitum að þú ert hjá okkur og heldur áfram að leiða okkur í gegnum lífið. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér.
Þínar dætur Gunnhildur og Linda.
---------------------------------------
(Bryndís H. Jónsdóttir)
Við kveðjum pabba með söknuði og biðjum góðan Guð um að vernda þig. Þín verður sárt saknað, minning þín lifir.
Eiríkur, Jón, Gunnhildur og Linda.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku afi, við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þín verður sárt saknað.
Þín barnabörn,
Aron Ingi, Daníel Orri,
Davíð Már, Logi Freyr, Dagný Alda, Jón Bjartur, Birta, Leifur og Eva Rut.