Tengt Siglufirði
mbl.is 13. júní 2020 | Minningargrein
Stefán Jónsson fæddist á Siglufirði 18. maí 1943. Hann lést 31. maí 2020 á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut.
Foreldrar hans voru hjónin Jón Alberg Júlíusson, f. 28. júní 1893, d. 6. október 1981, og Guðrún Jónasdóttir, f. 14. desember, 1909, d. 15. september 1976.
Stefán kvæntist Báru Leifsdóttur hinn 16. september 1967. Bára fæddist 25. apríl 1949 og er dóttir hjónanna Leifs Eiríkssonar, f. 2. apríl 1928, og Unu Sigurðardóttur, f. 12. ágúst 1929.
Börn Stefáns og Báru eru:
Stefán fæddist á Siglufirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og gekk í grunnskóla.
Á unglingsárum fór hann sem vinnumaður í
Fljótin, bæði að Sauðanesvita og Hrauni.
Árið 1959 fór hann að Reykholti í Borgarfirði og var þar í skóla til ársins 1961.
Að því
loknu fór hann aftur til Siglufjarðar og vann þar þangað til hann fluttist í Kópavog árið 1964. Stefán fór í Iðnskólann í Reykjavík og lærði pípulagnir
og vann við það þar til fjölskyldan fluttist að Kálfhóli árið 1979.
Þar stunduðu þau hjónin blandaðan búskap ásamt börnum sínum jafnframt því
sem Stefán vann ávallt við pípulagnir samhliða búskap. Árið 1998 fluttust þau frá Kálfhóli og vann Stefán við pípulagnir eftir það.
Útför Stefáns fer fram frá Skálholtskirkju í dag, laugardaginn 13. júní 2020, klukkan 11.
Kæri faðir minn, hann Stefán Hafsteinn, er látinn, þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist hans.
Það er skrýtið að hugsa til þess að þegar maður kemur heim til mömmu og pabba verði engan pabba að finna, hvorki úti né inni.
En minningin lifir um góðan mann sem ávallt fylgdist með sínu fólki og var tilbúinn að leggja sitt af mörkum ef á þurfti að halda.
(Höf. ók.)
Hvíl þú í Guðs friði elsku pabbi minn.
Þórhildur Una Stefánsdóttir.
-----------------------------------------------
Í dag mun ég fylgja fóstra mínum og vini Stefáni Jónssyni síðasta spölinn.
Mínar fyrstu minningar af þeim sómahjónum á Kálfhóli voru þegar heyjað var í bagga og ég sat á traktorsbrettinu að borða íspinna. Ég bjó hjá Stebba og Báru í fjóra vetur og átti þar margar góðar stundir, oft fórum við Stebbi í fjósið að sinna bústörfum.
Eins man ég þegar við fórum að versla í Kaupfélaginu, þá var alltaf komið við í kaffiteríunni og við fengum okkur eitthvert góðgæti. Seinna lágu leiðir okkar saman í starfi sem pípulagningamenn.
Stebbi var glaðlyndur og auðmjúkur maður. Ég mun eiga góðar minningar um þennan einstaka mann sem var mér svo góður.
Sigþór Sigurðsson.
Stefán Jónsson Siglufirði - Ókunnur ljósmyndari