Þorsteinn Einarsson verkamaður

Þorsteinn Einarsson verkamaður f.4. maí 1908 - d. 29. júlí 1987    

Maki Steina var Kristín M Aðalbjörnsdóttir húsmóður og verkakonu frá Steinaflötum á Siglufirði, f. 17. október 1919

Synir þeirra voru:

  • Jón Þorsteinsson f. 1940
  • Björn Þorsteinsson f. 1943
  • Eyþór Þorsteinsson f. 1946. 

___________________________________________________________________

Þorsteinn Einarsson, Steini tipp, eins og hann var stundum kallaður af félögum sínum (ekki veit ég hvernig það viðurnefni var til kominn) hjá SR þegar hann var þar sem baðvörður í Síberíu, lengst af þeim tíma sem hann vann hjá SR. Það er á sumrin er síldarvertíðar stóðu sem hæðst.

Þorsteinn Einarsson

Þorsteinn Einarsson

Þar tók hann á móti síldarsjómömmum sem fengu hjá honum sturtubað ásamt gufubaði, þeim sem það þáðu.
Nokkrir starfsmenn SR heimsóttu hann oft og fengu sér sturtu eftir vaktir áður en heim var haldið, og var ég einn af þeim sem fóru til hans reglulega og eða afleysara hans þegar brætt var allan sólarhringinn og fékk mér hressandi  sturtubað áður en heim var haldið.

Of oft fékk maður sér gufubað, þegar tími vannst til. Hann var ávalt hress og kátur gagnvart vinnufélögum og vinum sínum, og þar var ég einn af þeim sem naut sérstakrar lipurðar frá hans hendi, og tvo spes skápa til að geyma hrein föt mín öðrum þeirra og vinnuföt mín í hinum.

Steini var vel liðin af öllum sem með honum unnu, og þekktu.