Jósep Lárusson Blöndal, símstöðvarstjóri og kaupmaður

Jósep Blöndal  - f. 19. ágúst 1875 - d. 8. júní 1966

Jósep Lárusson Blöndal frá Kornsá í Vatnsdal.

Kona hans kona Guðrún Guðmundsdóttir frá Hóli í Lundarreykjardal kennari frá Kornsá. f. 26. júlí 1873 - d. 14. janúar 1961 

Enga minningagrein um þennan merka mann, fann ég. -

"Upplýsingar" á gardur.is voru því miður eins og svo oft kemur fyrir, Illa skráð eins og sést á meðfylgjandi myndum hér neðar,.

Svo datt mér í hug að fara á www.islendingabok.is, skrá mig þar inn og skellti nafninu "Jósep Lárusson Blöndal" í leitasvæðið.

Niðurstaðan var nokkuð óvænt hvað mig varðar, en þar kemur í ljós að ég er skyldur karlinum  í sjötta og fjórða lið. Nokkuð sem ég man ekki til að hafa heyrt um áður.

Jósep Blöndal -- ókunnur ljósmyndari

Jósep Blöndal -- ókunnur ljósmyndari

Við erum að líkindum undan hvor öðru við Íslendingar, þegar á reynir.
"Mynd" frá Íslendingabók hér neðar.

En það fáa sem ég man eftir karlinum, er að hann var mjög barngóður og glettinn, náungi, ávalt er ég sá hann innan dyravar í Aðalbúðinni hjá sonum og dætrum.

Börn þeirra Jóseps og Guðrúnar voru:

  1. Sigríður Blöndal, f. 1908, d. 1934, 
  2. Kristín Blöndal, f. 1910, d. 1931, 
  3. Guðmundur Blöndal, f. 1911, d. 1986, maki Rósa Gísladóttir, f. 1906
  4. Lárus Þ J Blöndal, f. 1912, d. 2003, maki Guðrún S Jóhannesdóttir, f. 1923
  5. Bryndís Blöndal, f. 1913. 
  6. Anna Blöndal, f. 1914, d. 1983, 
  7. Haraldur Hans Blöndal, f. 1917, d. 1964, maki Sigríður Pétursdóttir f. 1915 d. 2000 
  8. Halldór J Blöndal, f. 1917, d. 28. júní 1993, maki Guðrún Kristjánsdóttir.
  9. Óli J Blöndal f. 24. september 1918 d. 27. nóvember 2005 - kvæntur, Margrét Björnsdóttir f. 1924

Ofanritaðar upplýsingar eru fengnar, ma. frá hinum ólíklegustu stöðum frá netinu, og raðað hér á síðuna.