Kristbjörg Ásgeirsdóttir, f. 23. des. 1915 á Brimbergi við Seyðisfjörð. Hún er dóttir Ásgeirs Kristjáns Guðmundssonar, útvegsbónda
á Landamóti við Seyðisfjörð, og konu hans, Jónu Björnsdóttur.
Maki: Sigurjón Sigtryggsson fræðimaður Siglufirði.
Börn Sigurjóns og Kristbjargar eru þrjú:
- 1. Sigríður
Sigurjónsdóttir, f. 8. júní 1949 á Siglufirði, húsfreyja á Siglufirði. Maður hennar er Reynir Gunnarsson, vörubifreiðarstjóri, og eiga þau þrjú börn og áður
átti Sigríður einn son.
- 2. Sigtryggur Sigurjónsson, f. 4. júlí 1950 á Siglufirði, verkamaður á Siglufirði.
- 3.
Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 29. okt. 1951 á Siglufirði, húsfreyja á Seyðisfirði. Maður hennar er Jón Grétar Vigfússon, sjómaður. Þau eiga eina dóttur.