Tengt Siglufirði
Íslendingaþættir Tímans - 10. júlí 1970
Laugardaginn 30. maí 1970 var jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju Guðrún Halldórsdóttir, en hún hafði andast á sjúkrahúsi Sigluf jarðar hinn 23. sama mánaðar.
Með Guðrúnu Halldórsdóttur er gengin ein hinna íslensku alþýðukvenna, sem áttu það hlutskipti eitt, að afla sér og sínum lífsviðurværis með tveim höndum. Þessi fáu kveðjuorð eiga ekki að vera nein lofgrein, enda væri það henni síst að skapi.
Hitt er víst, að allt hennar samtíðarfólk hér í Siglufirði, og víðar, minnist hennar, sem sístarfandi glaðværar og góðrar konu, sem innti öll sín störf af hendi með stakri alúð og samviskusemi. Ef til vill mætti margt verslunar- og skrifstofufólk minnast þess, þegar það gekk inn á vinnustaði sína hreina að morgni að þar höfðu þreyttar hendur hlúð að, hendur sem virtu það eitt að skila sínu dagsverki af trúnaði, og var síst hugsað um Iaunin, enda var búðarþvottur lengi illa launuð atvinna.
Guðrún heitin var elst 10 systkina, fædd 10. september 1893, dóttir hjónanna Halldórs Jónssonar og konu hans Margrétar Friðriksdóttur, sem lengst af bjuggu í Ólafsfirði. Hún var sín æskuár i foreldrahúsum og tók til hendi við hin ýmsu störf, sem til falla á mannmörgum heimilum.
Um 17 ára aldur fór hún að heiman, og réðst í vistir.
Fátækar stúlkur áttu þess sjaldan kost, fyrrihluta aldarinnar, að ganga „til
mennta" þótt þroski væri fyrir hendi. Flestra hlutskipti varð því að fara í vistir til vandalausra og vinna þannig fyrir sér.
Ung að aldri kom Guðrún hingað til Siglufjarðar og átti hér heima æ síðan. Fyrst lengi vel hafði hún sitt eigið heimili, en allmörg hin síðari ár dvaldi hún á heimili dóttur sinnar Kristínar og manns hennar Ingólfs Steinssonar að Hólavegi 23, þar naut hún í ríkum mæli þeirrar umhyggju og ástríkis, sem hún hafði vissulega verðskuldað.
Guðrún Halldórsdóttir var alla ævi fáskiptin, en föst fyrir og ákveðin í skoðunum. Hún var trúuð kona, enda var henni í lokin veitt sú bæn, að þurfa ekki að dveljast lengi á sjúkrahúsi fyrir dauða sinn.
Guðrún giftist aldrei, en eignaðist tvær dætur.
Þrátt fyrir Það, að alltaf er erfitt að skiljast við ástvini sína, er það huggun harmi gegn, að vita að lífinu hafði verið lifað heiðarlega og i fullri sátt og samlyndi við samborgarana. Þannig var líf Guðrúnar Halldórsdóttur, hún skuldaði ekki neinum neitt. Mér koma í hug þessar ljóðlínur úr kvæði Davíðs:
Blessuð sé minning hennar. Siglufirði í júní 1970
Hulda Steinsdóttir.