Vilhjálmur Ingólfur Steinsson

Íslendingaþættir Tímans - 07. október 1981

Ingólf Steinsson, Siglufirði — kveðja frá föður og systkinum Fæddur 1. sept. 1919 Dáinn 8. Júlí 1981

Ingólf Steinsson, var kvaddur frá Siglufjarðarkirkju, laugardaginn 18. Júlí 1981 en hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 8. júlí eftir að hafa strítt við erfiðan sjúkdóm um árabil. Ingólf, eins og hann var nefndur alla tíð, var fæddur 1. sept. 1919 að Hring i Stíflu Austur-Fljótum í Skagafirði.

Ingólfur var elstur 5 barna Elínbjargar Hjálmarsdóttur og Steins Jónssonar búandi hjóna á Hring og siðar á Nefsstöðum i sömu sveit.

Siðar bættust fjögur hálfsystkini i hópinn, sem faðir þeirra eignaðist með sambýliskonu sinni Steinunni Antonsdóttur. Með öllum þessum systkinum hefir ætið haldist mjög gott og traust samband. Systkinin talin i aldursröð eru þessi:

Ingólfur Steinsson - ókunnur ljósmyndari

Ingólfur Steinsson - ókunnur ljósmyndari

 • 1. Ingólf Steinsson, f. 1919, sem hér er minnst
 • 2. Fanney Steinsdóttir, f. 1922, búsett á Siglufirði
 • 3. Jón Steinsson, f. 1925, lést á barnsaldri
 • 4. Hulda Steinsdóttir f. 1927, búsett á Siglufirði
 • 5. Sigurjón Steinsson f. 1929 búsettur á Siglufirði
 • 6. Hreinn Steinsson f. 1935, búsettur i Hafnarfirði
 • 7. Regína Steinsdóttir f. 1937, búsett á Siglufirði
 • 8. Jóhann Steinsson f. 1945, búsettur i Reykjavik
 • 9. Sigrún Steinsdóttir f. 1951 búsett i Noregi.  

Ingólf var fæddur og uppalinn i sveit og dvaldist þar til fullorðins ára, enda var hugur hans tengdur sveitalífi alla tíð. Þrátt fyrir sveitaveru sina taldist hann aldrei standa fyrir búi, heldur bjó hann alla tíð i félagi við foreldra sina, og veitti þeim alla þá aðstoð sem hann gat. Á fátækum barnmörgum heimilum til sveita, var snemma þörf fyrir smáar hendur að taka til verka og létta undir daglegum störfum. Það kom því fljótt i hlut elsta barnsins, að sýsla um fénað heimilisins, enda má segja að sauðkindin yrði hans förunautur alla tíð. Ingólfi var meðfæddur sá eiginleiki að skilja þarfir þessara ferfættu vina sinna, og ná fram hjá þeim öllu því besta, sem þær gátu af sér gefið, með einstakri umhyggju og natni.

Fjárglöggur var hann með afbrigðum, svo sagt var að til hans hefði verið leitað, með að bera kennsl á sumargengin lömb er þau komu i haustréttir, fremur en að fletta upp i markaskrá. Þegar aðstæðurnar höguðu því þannig til i lifi hans að hann varð um fertugt að flytjast í kaupstað, þá varð það smyrslá sárin, að öll árin sem hann bjó í Siglufirði hafði hann smá fjárbúskap i samvinnu við föður sinn. Þessi tómstundaiðja hefir vafalaust fært honum þá lífsfyllingu, sem horfnir draumar um blómlegt bú i sveitinni hans fögru gátu aldrei veitt honum. Ingólf naut ekki annarrar skólagöngu i æsku, en þeirrar, sem lögbundin barnafræðsla bauð.

Í Fljótum starfaði um áratugaskeið frábær barnakennari Hannes Hannesson frá Melbreið. Hann leitaðist við að frjóvga og glæða það besta, sem hann fann i hverjum nemenda sinna. Þar var 'ekki ætið farið eftir hinu skrifaða orði, heldur ruddar brautir þess lífs, til þroska og heilbrigðrar skynsemi, sem hver og einn verður óumflýjanlega að takast á við. Þá voru tísku-bókmenntir nútímans ekki farnar að yfirskyggja hina hefðbundnu kristindómfræðslu heimilanna, sem vissulega áttu sinn stóra þátt i raunsæi og lífsátökum margra á þeim tíma.

Löngum var haft orð á því, hvað unglingar úr svo afskekktri sveit, sem Fljótin voru á, væru vel undirbúin til framhaldsnáms í öðrum skólum. Um tvítugsaldur var Ingólfur einn vetur i Bændaskólanum á Hólum i Hjaltadal. Þar vann hann fyrir sér með störfum á búinu í meira mæli en aðrir skólasveinar. Þessi tími varð honum dýrmætur, enda vafalaust alltaf stefnt að lífstíðarstarfi til sveita.

Á æskuheimili hans ríkti andi trúar og félagshyggju. Faðir hans var mjög virkur í starfi Ungmennafélags sveitarinnar, og mun sá boðskapur snemma hafa haft sín áhrif á líf og störf hins þroskandi manns. Kjörorð Ungmennafélaganna i frumbernsku var „heilbrigð sál i hraustum líkama".  Þessu lífsmynstri var fylgt af unglingum, sem ólust upp á þriðja og fjórða tug aldarinnar, einkum til sveita. Þar nutu unglingar frjálsræðis og félagshyggju I leikjum og starfi.

Í þessu litla sveitasamfélagi var samhjálp íbúanna næstum lífsnauðsynleg, enda hélst óvenju gott samband milli þessa fólks, hvar svo sem það hafnaði til búsetu. Ingólf var samvinnumaður af lífi og sál, og fylgdi ætíð stefnu Framsóknarflokksins og vildi veg hans sem mestan.
Eftir að hann flutti til Siglufjarðar, vann hann lengst af hjá Siglufjarðarbæ. Hann var dagfarsprúður, góðlyndur og glaðsinna, en tók ætið með hörku málstað þess sem minna mátti sin i lífsbaráttunni, þætti honum á hann hallað að ósekju.

Ingólf gekk að eiga eftirlifandi konu sina Kristínu Ólafsdóttur árið 1960, og eignuðust þau 3 börn.

 • Þröstur Ingólfsson f. 11. sept. 1960,
 • Elínbjörg Ingólsfsdóttir f. 19. des. 1964 
 • Esther Ingólfsdóttir f 22. apr. 1972
  áður átti Kristín dóttur,
 • Guðrúnu Ólöfu Pálsdóttur f. 1955  Dóttir Kristínar og 

Sem Ingólf gekk síðan i föðurstað, enda eins kært með þeim sem um eigið barn væri að ræða. Við sem eftir lifum, söknum góðs drengs, sem genginn er langt um aldur fram. Einkum verður okkur hugsað til dótturinnar ungu, sem naut föðurblíðunnar allt of skammt. Það er huggun i harmi að vistaskiptin hafa losað hann úr viðjum hinna jarðnesku þjáninga, og fagnandi mun hann mæta okkur við endurfundi á landi lifenda.

Við sendum Kristínu og börnunum hennar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir umhyggjuna og umburðarlyndið, sem þau syndu i hvívetna i hans langa sjúkdómsstríði.

Biðjum góðan guð að styðja þau og styrkja. Siglufirði í september 1981

Hulda Steinsdóttir