Kristjana Sigfúsdóttir

Siglfirðingur - 31. október 1952

Kristjana Sigfúsdóttir — ÁTTRÆÐ —
20. október 1952 átti frú Kristjana Sigfúsdóttir áttræðisafmæli. Hún er fædd að Heiðarhúsum á Þelamörk. í Eyjafjarðarsýslu 20. okt. 1872. Föður sinn missti hún hálfs árs gömul. Móðir hennar hélt áfram búskap og kom upp myndarlegum börnum sínum 6 að tölu. Var Kristjana næst yngst sinna systkina.

Árið 1912 giftist hún núverandi manni sínum Sigmundi Sigurðssyni netagerðarmanni. og fiskimatsmanni. Dvöldu þau 12 ár í Hrísey, þar sem Sigmundur fékkst við útgerð. Árið 1924 fluttu þau alfarið til Siglufjarðar og hafa dvalið hér síðan. Þau eignuðust eina dóttur barna, en urðu fyrir þeirri þungu sorg að sjá á eftir henni yfir móðuna miklu, uppkomna.

Áður en þau Sigmundur giftust, eignaðist Kristjana son, og er það Gestur Guðjónsson, fyrrverandi skipstjóri, frá Ási í Þelamörk, f. 22.3. 1893, d. 9.ágúst 1963, hann ólst upp í Hrísey  giftur Rakel Sigríði Pálsdóttur, f. 13.6. 1903, d. 6.október1980, og er hann Siglfirðingum að góðu kunnur.

Kristjana Sigfúsdóttir - Ljósmynd Kristfinnur

Kristjana Sigfúsdóttir - Ljósmynd Kristfinnur

Frú Kristjana er mjög ern, ung í anda og sérlega geðþekk gömul kona. Hún er vel greind, bókhneigð, ljóðelsk, víða heima og gaman við hana að spjalla.  Þau bjuggu lengi að Eyrargötu 15 á Siglufirði

Hún fer ásamt manni sínum að jafnaði í kirkju hvern sunnudag. Hún tekur enn þátt í skemmtunum fyrir aldrað, fólk, sem haldið er hér á hverjum vetri.
Þar stígur hún dans. Er gaman að sjá gömlu konuna í dansi teinrétta, settlega og prúða. Hún heldur uppi heimili sínu sem ung væri. Er það mjög huggulegt og snoturt og ber vott um þrifnað og snyrtimennsku.

Hafa þau reynst þeim sem bestu foreldrar.
Hjónaband þeirra hjóna hefur verið til fyrirmyndar og eftir 40 ára sambúð er hægt að segja, að þar hafi ríkt eining og friður. 

Einni ánægjustund ríkari verður sá, sem setst inn til gömlu hjónanna, nýtur gestrisni þeirra, sem þau hafa í ríkulegum mæli og tala við þau um heima og geima. Siglfirðingur flytur afmælisbarninu.

Frú Kristjönu, innilegar árnaðaróskir á áttræðisafmælinu og óskar þeim heiðurshjónum guðsblessunar ógengin æfispor

Kristjana Sigfúsdóttir - ókunnur ljósmyndari