Tengt Siglufirði
Sigmundur Sigurðsson er fæddur að Sælu í Skíðadal 13. mars 1874, og var því áttræður 13. mars 1954. Snemma kom í ljós hjá Sigmundi, að hann vildi vinna fyrir sér og vera sjálfum sér nógur. Fjórtán ára gamall réðst hann sem árshjú að Bakka í Svarfaðardal, síðar að Völlum til séra Tómasar Hallgrímsson. Var hann afkastamaður við venjulega sveitavinnu og var eftirsóttur, meðan hann gaf sig í þá vinnu. Til Hríseyjar lá leið hans. Þar gjörðist hann vinnumaður Björns Jörundssonar.
Úr því fer Sigmundur að hugsa um sjálfstæðan rekstur. Kaupir mótorbát og gerðist útgerðarmaður. Útgerð stundaði hann síðan í Hrísey fram til ársins 1924, en þá flutti hann búferlum til Siglufjarðar.
Bjóst Sigmundur við, að betra væri að fást við útgerð hér en í Hrísey, og því breytti hann til. En sú von Brást. Eftir að hafa stundað útgerð hér í 2 ár, hætti hann þeim rekstri. Þá gjörðist hann fiskimatsmaður, og einnig vann hami þá jöfnum höndum að nótaviðgerðum. Eru fá ár síðan hann hætti þeim störfum.
Sigmundur hefur verið farsæll starfsmaður við allt, sem hann var við riðinn. Hann rak útgerðina með stakri reglusemi og gætni. Hann var mikilvirkur og vandvirkur á öll sín störf, og naut virðingar og hylli samstarfsmanna. Sigmundur er ekki mikill vexti, en hann er vel þéttur á velli og samfara því er hann þéttur í lund og drengskaparmaður mikill.
Hann hefur aldrei reist sín framtíðarstörf á loftkastalabyggingum eða skrautlegum pappírsáætlunum. Hann vildi alltaf hafa fast og ábyggilegt land undir fótum. Öll hans störf báru þess vottinn, að hér væri traustur og ábyggilegur maður á ferð. Hann hefur sýnt, að með frjálsu, sjálfstæðu og reglusömu athafnalífi getur maður unnið sig upp og orðið ágætur þjóðfélagsþegn. Þess vegna nýtur hann nú áttræður öldungurinn, virðingar og hylli samferðamannanna, sem kynnst hafa æfistörfum hans.
Árið 1912 kvæntist Sigmundur Kristjönu Sigfúsdóttur
ágætustu konu.
Þau eignuðust eina dóttur, sem komst til fullorðins ára, en féll fyrir sigð dauðans.
Vinir Sigmundar og konu hans, sem
eru margir, sendu honum hlýjar kveðjur og vinarhug og óskuðu þeim farsæls æfikvelds.
V. E.