Kristján Jónsson, bóndi í Lambanesi Fljótum

Heimild: Viðar Bergþór Jóhannsson co. Skagfirskar æviskrár + Birt hér vegna sterkra tengsla við Siglufjörð

Kristján Jónsson, bóndi í Lambanesi Fljótum, fæddur 13 ágúst 1854 að Brúnastöðum Fljótum Skagafirði. Dáinn 10 desember 1955 að Lambanesi Fljótum Skagafirði. 

Foreldrar hans voru:

Jón Síðast bóndi á Arnarstöðum í Slettuhlíð fæddur um 1822, Dáinn 17 febrúar 1909, Jónssonar bónda á Hóli á Ufsaströnd, og konu hans Gunnhildur fædd um 1819, dáin 21 desember 1910, Hallgrímsdóttir bónda á Stóru-Hámundastöðum við Eyjafjörð. Hún er bróðurdóttir Þorláks dbrm (dannebrogsmaður.) Danska fálkaorðan. að Skriðu í Hörgárdal Hallgrímssonar.

Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Brúnastöðum, og fluttist með þeim svo að Arnarstöðum. Þar vandist hann allri vinnu, bæði á sjó og landi, því að faðir hans var dugnaðar maður, smiður, skytta og dugnaðar sjómaður.

Kristján kvæntist 1879. Dvöldu þau hjónin fyrsta búskaps árið hjá tengdaforeldrum hans að Felli í Slettuhlíð. Reistu bú á parti af Arnarstöðum og bjuggu þar 1880 til 81, Fjalli í Sléttuhlíð 1881 til 83, Syðsta-Mói í Flókadal 1883 til 1900, og Lambanesi Fljótum 1930 er þau brugðu búi og afhentu jörðina og búið tveimur sonum sínum það þeim, Valgarði og Guðlaugi. Dvöldu hjá þeim til æviloka.

Framan af búskaparárum Kristjáns, á annan tug ára, mátti kalla, að væri óslitin harðindatíð. Það varð því engum liðleskjum hent að koma upp 10 börnum á þessum árum. Kristján var líka fáum líkur að dugnaði og vinnusemi, þrifnaði og hagsýni í búsýslu. Honum féll aldrei verk úr hendi. Jafnframt skepnuhirðingu á vetrum of hann mikið fyrir sjálfan sig og aðra, eða prjónaði, og var fyrstur manna þar um slóðir til að kaupa vandaða prjónavél. Var sótt langleiðis með verkefni til þeirra hjónanna. Það var eins og það kæmi af sjálfum sér hjá Kristjáni að grípa næsta verk, þegar hann sleppti hinu. Hann var í senn vinnusamur og vinnu glaður.

Kristján Jónsson - ókunnur ljósmyndari

Kristján Jónsson - ókunnur ljósmyndari

Hann var alla æfi hlédrægur og lítið fyrir að láta á sér bera. Hann var rólindamaður, góðlyndur, óhlutdeilinn um annarra hægi, góðviljaður og gestrisinn.

Sigurlaug Sæmundsdóttir, fædd 6 febrúar 1860, dáinn í Lambanesi 2. apríl 1928, Sæmundur, síðast bóndi á Haganesi, fæddur 1831, dáinn, 1885, Jónssonar, og konu hans Bjargar, fædd 1833, Jónsdóttur, prest, Undirfelli, Eiríkssonar frá Djúpadal, og konu hans Bjargar Benediktsdóttur, stúd. Vídalín frá Víðimýri.

Sigurlaug var friðleiks kona og mikilshæf, sem reyndist manni sínum ávalt hin styrkasta stoð.

Dvöldu þau hjónin fyrsta búskaps árið hjá tengdaforeldrum hans að Felli í Slettuhlíð. Reistu bú á parti af Arnarstöðum og bjuggu þar 1880 til 81, Fjalli í Sléttuhlíð 1881 til 83, Syðsta-Mói í Flókadal 1883 til 1900, og Lambanesi Fljótum 1930 er þau brugðu búi og afhentu jörðina og búið tveimur sonum sínum það þeim, Valgarði og Guðlaugi. Dvöldu hjá þeim til æviloka.

Jafnframt skepnuhirðingu á vetrum of hann mikið fyrir sjálfan sig og aðra, eða prjónaði, og var fyrstur manna þar um slóðir til að kaupa vandaða prjónavél. Var sótt langleiðis með verkefni til þeirra hjónanna. Það var eins og það kæmi af sjálfum sér hjá Kristjáni að grípa næsta verk, þegar hann sleppti hinu. Hann var í senn vinnusamur og vinnu glaður.

Hann var alla æfi hlédrægur og lítið fyrir að láta á sér bera. Hann var rólindamaður, góðlyndur, óhlutdeilinn um annarra hægi, góðviljaður og gestrisinn.

Börn Kristjáns og Sigurlaugar voru 12. Þessi komust upp:

 • 1. Björg Kristjánsdóttir, fædd 17. júlí 1880 gift Helga bónda Sigurjónssyni á Grímstöðum við Mývatn.

 • 2. Kristín Kristjánsdóttir, fædd 7. júní 1881 Gift Páli sundkennara Jónsyni á Illugastöðum fljótum.

 • 3. Sæmundur Kristjansson, fæddur 16. október 1883 Bóndi og skipstjóri á Laugarlandi Kvæntur Herdísi Jónasdóttir.

 • 4. Jón Kristjánsson fæddur 21. apríl 1890 bóndi á Minni-Grindli. Flutti til Siglufjarðar, Vélstjóri, Veitustjóri. 1. kona Stefanía Stefánsdóttir. 2. kona Anna Sigmundsdóttir.

 • 5. Árni Kristjánsson fæddur 29. september 1891 Búsettur á Siglufirði Framkvæmdastjóri hjá Shell Siglufirði. Giftur Guðbjörgu Kristinsdóttur Ljósmóður.

 • 6. Jón Björgvin Kristjánsson, fæddur 23 desember 1893, dáinn 1914. Sjómaður. Ókvæntur.

 • 7. Gunnhildur Kristjánsdóttir, fædd 5. nóvember 1896. Gift Helga Kristinssyni bónda á Hamri og Helgustöðum Fljótum, Ásgrímssonar.

 • 8. Sveinsína Jórunn Kristjánsdóttir fædd 6. janúar 1900. Gift Sæmundur Helgasyni póstfulltrúa Reykjavík.

 • 9. Valgarður Kristjánsdóttir, fæddur 9. október 1901. Bóndi að Lambanesi.

 • 10. Gunnlaugur Kristjánsson, fæddur 2. júlí 1903. Bóndi að Lambanesi. Býr með Önnu Guðmundsdóttir frá Tungu í Gönguskörðum.
  ------------------------------------------------------------- 

Kristján 100 ára:>  

-------------------------------------------------------------------------------------  

mb.is 9. ágúst 2015 | Sunnudagsblað  

Gáskafullur öldungur 

 Kristján Jóhann Jónsson í Lambanesi varð hundrað ára fyrir sextíu árum. 

„Ég reyndi að halda allri minni eftirtekt vakandi, er ég leit þennan öldung, því að aldrei fyrr hef ég séð svo gamlan mann. Hafi ég búist við einhverju alveg ótrúlegu, þá var raunin önnur. 

„Ég reyndi að halda allri minni eftirtekt vakandi, er ég leit þennan öldung, því að aldrei fyrr hef ég séð svo gamlan mann. Hafi ég búist við einhverju alveg ótrúlegu, þá var raunin önnur. Kristján er mjög áþekkur fjölda gamalla manna, sem ég hef séð og virðist geta verið 75 til 85 ára.“ 

Þannig kemst blaðamaður Morgunblaðsins að orði í forsíðufrétt 9. ágúst 1955 en viðmælandi hans var elsti karlmaður landsins, Kristján Jóhann Jónsson, bóndi í Lambanesi í Fljótum, sem hélt upp á aldarafmæli sitt sama dag.  

„Grínið og glettnin glampar í hverri hrukku og gneistar af hverjum skeggbroddi. Ég held, að ég hafi aldrei fyrr hitt jafn gáskafullt gamalmenni,“ segir einnig. 

Kristján var farinn að tapa sjón og heyrn en var ern að öðru leyti og lét móðan mása í samtalinu. Talið barst meðal annars að unga fólkinu.
„Einu sinni var hér stúlkukind, sem brá sér til Siglufjarðar með bíl, sem í voru tveir menn, annar giftur en hinn ógiftur,“ sagði Kristján. „Fór hún á föstudegi og kom ekki aftur fyrr en á mánudegi.
Heldur þótti mér hún léttúðug. Mér þykir unga fólkið vera heldur hviklynt og kunna heldur lítið til verka nú til dags. Það kann varla að raka og slá.“

Engin undirskrift
------------------------------------------------------------------------ 

Þegar ég nú í dag í september árið 2021, las þessa grein Moggans, þá kom upp í huga mér, eina af nokkrum glettni sögum af Kristjáni, sögu sem Haraldur Árnason vinur minn heitinn, einn af afkomendum Kristjáns sagði mér.
En Halli átti ófáar heimsóknir til karlsins um ævina. 

Það var þegar Kristján varð 100 ár og til hans kom fréttamaður Ríkisútvarpsins, í heimsókn og átti við hann ítarlegt viðtal í tilefni hins merkilega viðburðar. 

Hvort karlinn hafi verið orðinn þreyttur eftir spurningar fréttamannsins, eða glettni hafi komið upp hjá honum, eða pirringur þegar fréttamaðurinn spurði: 

"Að lokum Kristján, hverju þakkarðu nú þennan háa aldri þinn" ? 

Kristján sem undir vitalinu sat á rúmstokk sínum, teygði sig að höfðalaginu og tók undan kodda sínu og sagði,

"Henni þessari vinur minn, hún hefur haldið í mér lífinu"  

En það var hálf brennivínsflaska, sem karlinn lyfti upp framan við fréttamanninum og glotti breitt.

Fréttamanninum sem var "sann kristinn" og harður bindindismaður, varð svarafátt.

Og ekki kom "spurningin, né svarið fram í fréttatímanum.

Steingrímur Kristinsson. 

Kristján Jónsson -- ókunnur ljósmyndari

Kristján Jónsson -- ókunnur ljósmyndari

Viðbót frá Viðari Jóhanns

Kristján Jónsson -- ókunnur ljósmyndari

Kristján Jónsson -- ókunnur ljósmyndari