Tengt Siglufirði
Dagblaðið Vísir - DV - 19. júní 1997
Eiríkur Kristjánsson Arahólum
6, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill:
Eiríkur er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Hann lærði símsmíði og tók meistarapróf í þeirri grein. Hann hefur unnið samfleytt hjá Pósti og síma í þrjátíu ár og er nú verkstjóri á jarðsímadeild Pósts Reykjavík og síma í Eiríkur Kristjánsson. Fjölskylda
Eiríkur hóf sambúð 10.5. 1982 og kvæntist 4.8. 1989 Magneu Grímsdóttur, f. 10.10. 1944, húsmóður.
Foreldrar hennar voru Grímur N. Magnússon, bóndi og bílstjóri, og Þorlfríður Þorláksdóttir húsmóðir.
Magnea átti áður sex
börn sem eru fósturbörn Eiríks og heita
Ivan Grímur Norðquist, f. 14.1. 1964, kvæntur Dagnýju Birnisdóttur og á hún tvö börn; Sigurbjörn, f. 8.3. 1965, í sambúð
með Elisabete Batistu og eiga þau tvö börn;
Vilhjálmur N., f. 11.2. 1966, í sambúð með Helgu Dóru Gunnarsdóttur og eiga þau fimm börn; Gunnlaugur M., f. 28.10. 1969. Unnusta hans
er Guðbjörg Jónsdóttir; Magnea N., f. 26.5. 1971. Unnusti hennar er Richard Kevin Thomas; Þórkatla M.N., f. 15.3.1973, gift Bjarna Kr. Ámundasyni og eiga þau tvö börn.
Eiríkur
átti ellefu alsystkini og eru tíu þeirra á lífi.
Hann átti einnig tvö hálfsystkini, samfeðra, sem eru bæði látin.
Foreldrar Eiríks voru Kristján Eiríksson, f. 22.10. 1894, d. 22.10. 1966, trésmiður og Sigrún Sigurðardóttir, f. 8.5.1913, d. 9.6.1977, húsmóðir.
Eiríkur og Magnea verða í sumarbústað 28 í Ölfusborgum dagana 20.-27.6. og verða með heitt á könnunni ef ættingjar og vinir vilja líta inn.