Maron Björnsson frá Sandgerði - Siglufirði

Morgunblaðið - 30. október 1993  Minning 

Maron Björnsson er fæddur á Hofsósi í Skagafjarðarsýslu 5. maí árið 1911 - d. 15. október 1993
Foreldrar hans voru Þórey Sigurðardóttir og Björn Pétursson. Maron fluttist til Sandgerðis árið 1950.

Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegs afa míns, Marons Björnssonar, sem nú er dáinn. Eftir langvarandi veikindi lést hann í sjúkrahúsi Keflavíkur hinn 15. október 1993. Alla mína ævi átti afi heima á Ásabraut 3 í Sandgerði, en áður bjó hann á Siglufirði. Það er sárt að sjá á eftir svo kærleiksfullum og góðum manni eins og afi var. Þegar ég hugsa til baka koma margar góðar minningar upp í hugann.

Afi spilaði m.a. brids og oft við einhverja í fjölskyldunni. Var hann þá ætíð glaður og einbeittur á svip. Einnig las hann mikið og fylgdist alltaf vel með öllum landsmálum. Hann var duglegur að stunda gönguferðir sér til ánægju og hressingar. Þá kom hann oft í heimsókn til mín og var hann einstaklega góður og ástríkur við börnin mín. Hændust þau mjög að honum og áttu þau saman margar gleðistundir. Á seinni árum var afi hættur að geta stundað sín áhugamál, þ. á m. lestur og brids, sökum veikinda. Ég vil þakka honum fyrir allar þær hamingjustundir sem hann hefur veitt mér og fjölskyldu minni. Ég mun ávallt minnast hans með söknuð í hjarta.

Hrönn Guðjónsdóttir
-----------------------------------------------

Maron Björnsson - Ljósmynd Kristfinnur

Maron Björnsson - Ljósmynd Kristfinnur

Maron Björnsson verkamaður, Asabraut 3, Sandgerði, verður áttræður á morgun.

Starfsferill Maron fæddist á Hofsósi og ólst þar upp og á Siglufirði frá ellefu ára aldri.
Hann stundaði almenna verkamannavinnu, vann í síldarverksmiðjunni Rauðku og í mörg ár hjá Losunar- og lestunarfélagi Siglufjarðar.

Maron flutti í Sandgerði 1950 og stundaði þar einnig verkamannavinnu, einkum fiskverkun. Síðustu fjórtán starfsárin hefur hann verið hlaðmaður hjá Loftleiðum og Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli. Maron tók virkan þátt í stórfum verklýðshreyfingarinnar, bæði á Siglufirði og í Sandgerði. Hann var t.d. formaður í Verkalýðs- og sjómannafélagi Miðneshrepps í Sandgerði í tuttugu og sex ár, auk þess sem hann sat í hreppsnefnd Miðneshrepps. Þá tók hann mikinn þátt í söngstarfi og söng m.a. í Karlakórnum Vísi á Siglufirði í tuttugu ár, í Karlakór Miðnesinga og í Karlakór Keflavíkur.

Fjölskylda Maron kvæntist 1936 Þórunni Fjólu Pálsdóttur, f. 7.2.1916, d. 28.11. 1981, húsmóður, en hún var dóttir Páls Pálssonar, b. og formanns í Hólshúsi á Miðnesi, og Helgu Pálsdóttur.

Börn Marons og Þórunnar Fjólu eru

  • Þórir Sævar Maronsson, f. 15.1. 1937, yfirlögregluþjónn í Garðabæ, kvæntur Védísi Elsu Kristjánsdóttur og eiga þau fimm börn;
  • Björn Guðmar Maronsson, f. 2.7.1939, verslunarmaður í Sandgerði, kvæntur Lýdíu Egilsdóttur og eiga þau þrjú börn;
  • Viggó Hólmar Maronsson, f. 3.9.1942, verkamaður í Hafnarfirði, kvæntur Erlu Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur og eiga þau fjögur börn;
  • Helgi Brynjar Maronsson, f. 16.8.1945, byggingastjóri í Njarðvík, kvæntur Þórunni Haraldsdóttur og eiga þau tvö börn;
  • Margrét Dorothea Maronsdóttir, f. 24.9.. 1946, ritari á Vopnafirði, gift Magnúsi Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Stjúpsonur Marons er
  • Páll Grétar Lárusson, f. 11.12.1934, sjómaður í Reykjavík, kvæntur Stellu Einars
    ------------------------------------

„Ég held að fólk sé almennt ánægt með verslun félagsins" -

Rætt við Maron Björnsson, formann Sandgerðisdeildar Kaupfélags Suðurnesja.

Maron Björnsson er fæddur á Hofsósi í Skagafjarðarsýslu 5. maí árið 1911. Foreldrar hans voru Þórey Sigurðardóttir og Björn Pétursson. Maron fluttist til Sandgerðis árið 1950. Hann var kjörinn formaður verkalýðsfélagsins þar árið 1953. Því starfi gegndi hann nær óslitið í 24 ár.

Hvenær hófst þú afskipti af kaupfélagsmálum?

,,Það var árið 1968, en þá varð ég formaður stjórnar kaupfélagsins Ingólfs. Því starfi gegndi ég fram til 1976, þegar Kaupfélagið Ingólfur sameinaðist KSK.“

Hvernig finnst þér að málefni kaupfélagsins hafi þróast síðan sameiningin var framkvæmd?

,,Mér finnst þau hafa þróast í rétta átt. Þegar hugmyndin um sameiningu félaganna kom fram, urðu miklar umræður um hvort réttara væri að láta Kaupfélagið Ingólf starfa áfram eða ekki. Meirihluti félagsmanna var fylgjandi sameiningu og því var sá kostur valinn. Mér finnst Kaupfélagið hafa þróast vel síðan KSK tók við og ég held að fólk sé almennt ánægt með verslun félagsins. Þó er því ekki að neita, að húsnæði verslunarinnar er orðið of lítið og því þarf að kanna möguleika á byggingu nýrrar verslunar."

Nú varst þú formaður verka lýðsfélags hér f Sandgerði i rúma tvo áratugi. Ertu ánægður með þann árangur sem verkalýðsbaráttan skilaði?

,,Á þeim tíma sem ég starfaði að verkalýðsmálum var ég nokkuð ánægður með þróun þeirra. Nú í dag tel ég hins vegar að verkalýðsbaráttan skili ekki árangri sem erfiði. Þetta gildir ekki aðeins fyrir Sandgerði heldur landið allt."

Manstu eftir einhverju markverðu sem gerðist á þeim árum sem þú gegndir formennsku verkalýðsfélagsins hér?

,,Já, til gamans má geta þess að hér í Sandgerði vann verkalýðsfélagið stórsigur árið 1962. Þá fór félagið í mál við útgerðarmenn hér, og vann málið. Þetta færði félagsmönnum þrjár milljónir króna á þeim tíma. Þetta mál var prófmál fyrir allt landið og má því segja að allir sjómenn á landinu hafi notið góðs af.“

Lokaorð?

„Ég vil óska Kaupfélagi Suðurnesja velfarnaðar i framtíðinni og vona að félagið muni innan skamms sjá sér fært að hefja framkvæmdir við byggingu nýs verslunarhúsnæðis hér.“

H.Þ.H.
-------------------------

Fimmtugur 5. maí: Maron Björnsson írá Siglufirði

Hálfrar aldar afmæli átti heiðursmaðurinn Maron Björnsson 5. maí s.l. Segja má að slíkt sé ekki í frásögu færandi, en mig langa r til að biðja blaðið fyrir nokkur orð af því tilefni. — Afmælisbarnið var ekki að flíka þessum hátíðisdegi sínum og hrein tilviljun var þess vandandi að nánustu félagar hans og vinir heimsóttu hann og árnuðu honum heilla. Kynni mín af Maron Björnssyni eru nokkuð löng.

Við slitum barnaskónum milli fagurra fjalla í faðmi Siglufjarðar. Við áttum allmikla samleið í æsku. Hann var óþekkur unglingur, eða svo fannst okkur strákunum, sem vorum nokkrum árum yngri og áttum heima á Siglufjarðareyri. Hann var bakkabúi. Það var gróska í stráknum fyrir norðan, og oft var skipst á skotum með snjóboltum á vetrum, en þegar voraði stóðu allir saman, þegar lögð var síld í tunnur og athafnalífið var í fullum blóma.

Slík er æskusaga margra manna, sem alist hafa upp við sjávarsíðuna. — Siglufjörður á margþætta sögu — og Maron Björnsson getur nú á þessum tímamótum síum litið björtum augum yfir liðna daga — liðin á r svo mikinn þátt hefur hann átt í því að leggja góðum og menntandi málefnum liðsinni sitt af fullum krafti.

Í 15 á r stóðum við saman í Karlakórnum Vísi, undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar; það var ánægjuleg samvinna . Ég var í „ruslakistunni" sem við söngfélagarnir nefndum svo, en hann söng fyrsta tenór. Oftast var þetta kvöldvinna, en fyrir kom að við höfðum æfingar söngbræðurnir kl. 7 að morgni ef mikið lá við

Ég minnist þess í júlímánuði 1938, þegar núverandi  konungshjón Danmerkur heimsóttu Siglufjörð i opinberri heimsókn til landsins, að „Vísir" söng fyrir þau í hófi, sem haldið var þeim til heiðurs þar. Sungnir voru íslenskir, danskir og sænskir söngvar, sem vera bar — Maron var stillt lengst til hægri, í röðum okkar en á þeim stað var ekki nema valinn maður með fallega rödd. Má ég ekki taka svo til orða, að hann sé konunglegur söngvari. — Það var skarð fyrir skildi þegar Maron fluttist frá Siglufirði til Sandgerðis; hann stóð félagslega þar í fremstu röð. —

En hér í Sandgerði hefur harm dvalist síðan 1950, verið formaður Sjómanna- og verkalýðsfélags Miðneshrepps um margra ára bil og lagt öllum góðum málum liðsinni sitt. — Maron Björnsson er kominn af góðu og athafnasömu dugnaðarfólki. Faðir hans var Björn Pétursson frá Róðhóli í Sléttuhlíð, Skagafirði og móðirin Þórey Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Stefánssonar frá Garðshorni á Höfðaströnd.

Af því má sjá að Maron er Norðlendingur i báðar ættir — og er hann ekki verri fyrir það. —  Að Maron fluttist hingað suður á sér sögu ,sem er ekkert óvenjuleg. í síldinni norður á Siglufirði kynntist hann myndarlegri og góðri konu -— Fjólu Pálsdóttur frá Sandgerði, og þar bjuggu þau í nokkur ár. Það var vor í loftinu og gaman. Eftir nokkurra ára búsetu þar fluttu þau sig um set og áfangastaðurinn var Sandgerði. -—

Nú búa þessi heiðurshjón að Lágar elli hér í Sandgerði, ásamt börnum sínum og ættingjum. — Einn skuggi hvíldi yfir 50 ára afmælisdegi Marons, að konan hans frú Fjóla liggur veik á Sjúkrahúsi Suðurnesja í Keflavik, en með þessum fáu línum til manns hennar á heiðursdegi hans vona ég að hún geti fagnað góðri heilsu í sumar. — Heill og gæfa fylgi fimmtugum unglingi og fjölskyldunni allri. —

Sandgerði 5. maí 1961 Björn Dúason.