Tengt Siglufirði
Ríkharður Jón Ásgeirsson, (Rikki) f. 18. febrúar 1926, d. 17. febrúar 2007,
Móðir hans var Guðrún Sveinsdóttir saumakona á Siglufirði, f. 18.desember 1907 á Akureyri, d. 18. september 1964 á Vífilsstöðum
Sammæðra systkini Rikka eru:
----------------------------------------------------
Blaða úrlippur - Tengdar Rikka má skoða HÉR og Myndir og teikningar, tengar greinum sem um hann hafa verið
skrifarar ofl.
-------------------------------------------------------------
Rikki hefur víða komið við.
Ég man lauslega eftir honum, er ég var krakki og heyrði margar nokkuð baldnar sögur, af honum.
Síðan hvarf hann og fáir munu hafa vitað hvert hann fór. En fullyrt var
að hann hefði farið til útlanda.
Það kemur fram hér neðan ritað af öðrum, en blaðamenn voru duglegir að snauðra um hann og athafnir hans, eftir að hann kom aftur
heim til Íslands. Eina skiptið sem ég sá hann og talið við hann stuttlega var er ég var við vinnu á Keflavíkurflugvelli.
En Steindór Kristjánsson vinur minn
sem einnig vann á vellinum á sama tíma fór með mig í Hafnir, en þar ætlaði hann að heimsækja gamlan vin sinn frá unglingsárunum. Það var einmitt Ríkharður Ásgeirsson,
Rikki sem þá var þar meðhjálpari í kirkjunni þar.
Stutt kynning, og minnir að það hafi verið yfir kaffibolla, og rabbi þeirra félaga um unglingsárin.
Steingrímur Kristinsson
-------------------------------------------------------
Vikan - 1962 -- Viðtal við Rikka
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, skrásetti eftir frásögn Ríkharðs Ásgeirssonar, Siglfirðings, sem sigldi um flest heimsins höf í fimm ár samfleytt, átti gleðihús á Colombiaströndinni og stundaði vopnasmygl í Ameríku, en er nú meðhjálpari og safnaðarfulltrúi í Höfnunum.
Frá heimslystum i helgan stein
— Á þessum árum var ég aðeins einu sinni rændur. Það var í Alexandríu í Egiptalandi. Ég kom þar inn á bar og sá þar gullfallega stúlku, og fór allur að iða. Ég gaf henni auga, og hún gaf mér undir fótinn með augnaráðinu. Svo fór hún út, og ég í humátt á eftir.
Svo gengum við nokkurn spöl, svo hvarf hún inn í húsasund. Þegar ég komst svo langt, að ég sæi inn í sundið, sá ég hurð lokast. Ég fór þangað, en um leið og ég kom inn fyrir þröskuldinn, fékk ég högg á hausinn.
— Þið eigið að tala við hann Rikka prins, sagði maður, sem kom inn á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar einu sinni í haust. — Hann hefur farið um allan heim og kann frá ýmsu að segja, og hann segir skemmtilega frá. Hann á nú heima i Höfnunum og allir þekkja hann undir nafninu Prinsinn.
Orð þessa manns, ásamt öðru fleira, urðu til þess, að frostbitran morgun settumst við inn í ljósgráan Volkswagen frá Bílaleigunni Fal og ókum af stað út á Suðurnes. Þegar í Hafnirnar kom, vikum við okkur að einum innfæddum, og spurðum hvort hann kannaðist við Rikka prins. — Rikka prins, svaraði maðurinn og brosti í kampinn. — Þið munuð eiga við hann Rikka í Nýlendu, en ekki hef ég nú heyrt hann kallaðan prins áður. Það er gula húsið þarna, þetta með svarta þakinu. En ég er ekki viss um, að hann sé heima. Þið skuluð þá koma við í búðinni á móti kirkjunni, ég hugsa að stúlkan þar viti um hann. Það fór eftir. Rikki var ekki heima í Nýlendu.
Hins vegar fræddi stúlkan í búðinni á móti kirkjunni okkur um, að hann myndi líklega vera staddur í laglegu húsi með grænu þaki við veginn inn í Hafnirnar, húsi sem nefnist Brautarhóll. Jú, frúin í Brautarhóli brást kunnuglega við, er við spurðum eftir Ríkharði Ásgeirssyni. Rikki, kallaði hún inn í húsið, það er verið að spyrja um þig.
ALLT LYGILEGT.
Ég hafði ímyndað
mér, að Rikki væri ofan við miðjan aldur, gráhærður eða jafnvel sköllóttur, með ör í mörkuðu andlitinu. Ég mun því hafa verið annað en gáfulegur
í framan, þegar fram ganginn snaraðist ungur, liðlegur maður, með mikið dökkt, liðað hár, laglegt andalit (ef karlmaður getur dæmt um hvort annar karlmaður sé laglegur), brúna
og hraustlega húð og ofurlítið yfirskegg.
Rikki tók erindinu vel, og innan skamms sátum við í vistlegri stofu frú Ástu Þórarinsdóttur í Brautarhóli og Rikki byrjaði:
— Ég veit þið trúið því ekki, strákar, en þegar maður hugsar um þessi ár eftir á, finnst manni þetta allt svo lygilegt, að það sé
fjarstæða, að maður hafi lent í þessu. Þetta, er annars ekkert efni fyrir blaðaviðtal, strákar, þetta var aldrei neitt, maður var bara á sjónum, og þegar maður fór
í land var það ekki nema á einhverja búlluna og svo aftur í skipið, þegar ekki var meiri peningur til.
— Jæja, þetta byrjaði allt með því, að við fórum
tveir saman, ég og hann Siggi heitinn halti, sem seinna varð bílstjóri í Reykjavík, á kanadískt skip í konvoj til Rússlands. Þá var maður 15 ára, og þetta var
hreinn barnaskapur, það komust fæst skipin fram af þessum skipalestum, þetta var árið 1942.
Þetta þótti svo mikið óðs manns æði, að þegar við komum um borð vorum við spurðir að því, hvað við hefðum gert af okkur, hvers vegna við hlypum svona svo að segja út í opinn dauðann. Og enginn trúði okkur, þegar við sögðumst ekkert hafa gert. En þetta fór allt vel. Svo komumst við til Panama og fengum pappíra þar, og svo var maður þetta á einum dallinum eða öðrum, eftir því sem best blés.
MISSTI
AF SKIPINU.
Á þessum árum voru margir íslenskir strákar á amerískum skipum. Einu sinni kom ég af tilviljun inn á bar í New York, klukkan tvö um nótt. Þá
voru þar fimm Íslendingar. Einn þeirra var á norsku skipi, sem átti að fara þá um nóttina, en hinir strákarnir vildu ekki sleppa honum, því hann átti einhvern pening eftir
og gaf að drekka. Hann vildi ekki missa af skipinu. Hvaða vitleysa, sögðu hinir. Þú getur fengið nóga vinnu hér, miklu betur borgaða. Og þeir nefndu alls konar tölur, máli sínu til
sönnunar. Nú, ég á öll fötin mín um borð. Þeir héldu, að það væri lítið vandamál. Þeir skyldu redda því. Hvar á ég að sofa?
spurði hann.
Þú getur sofið hjá mér, svaraði einn eins og skot. Nú, svo missir vinurinn af skipinu, og þar kemur að hann segir við þann, sem bauð honum að sofa: Eigum við nú ekki að fara heim? Jú, jú, svarar hinn. Hvar áttu annars heima? Ja — ég sef hjá honum NN — (annar úr hópnum). Hvar á hann heima? Ja — hann á heima á sænsku sjómannaheimili, og ég verð alltaf að smygla mér inn til hans svo lítið beri á. Þetta var nú sá, sem húsnæðið bauð.
Jæja, ég hafði tvö herbergi úti í Brooklyn, og það varð úr að ég tók drenginn með mér — hann var reyndar nafni minn. Og það var svo sem ekki mikla vinnu að fá um þetta leyti, en við fórum til skipamiðlara, sem hét Harris — stórundarlegur maður. Hann kunni ég veit ekki hvað mörg tungumál, og gat talað við fimm—sex í einu, svaraði þeim alltaf á jafn mörgum tungumálum og fipaðist aldrei. Þegar við komum var hann að tala spönsku í símann, og í miðri setningu skaut hann á okkur: What can I do for you? Sorry, gentlemen, no ship. Og jafnframt bunaði spænskan út úr honum.
Að lokum komst nafni minn á skip fyrir Haris milligöngu, og einnig ég. En hann útvegaði fyrst og fremst skiprúm fyrir þá, sem enga pappíra höfðu. Þegar ég komst í pláss, rétti ég skipsmönnunum vegabréfið mitt. Do you have a passport? spurðu þeir undrandi. Svo dró ég fram siglingapappírana mína. Þá duttu af þeim andlitin: Do you have all those papers? And a passport to? And you come from Harris?
Það lá við að þeir færu að bera virðingu fyrir mér.
ROTAÐUR í ALEXANDRÍU.
Ég komst alltaf vel af. Ég lærði fljótt að forðast slagsmál, vasaþjófa og svoleiðis ævintýramenn. Á þessum árum var ég aðeins einu sinni rændur. Það var í Alexandríu í Egyptalandi. Ég kom þar inn á bar og sá gullfallega stúlku, og hún gaf mér undir fótinn með augnaráðinu. Svo fór hún út, og ég í humáttina á eftir. Svona gengum við nokkurn spöl, svo hvarf hún inn í húsasund. Þegar ég komst svo langt að ég sæi inn í það, sá ég hurð lokast. Ég fór þangað, og um leið og ég kom inn fyrir þröskuldinn fékk ég högg á hausinn.
Ég rotaðist ekki, en dasaðist og datt. Það var ekki mikið af mér að taka, var bara í þröngum buxum og skyrtu, en veskið var þrifið og svo hlaupið burt. Við þessu var ekkert að gera, annað en að bera sig vel. Annars passaði ég mig að vera ekki fyrir, þegar slagsmál voru annars vegar. Það gerði líka sitt, að ég má ekki sól sjá, þá verð ég ekki aðeins brúnn, heldur svartur upp úr og niður úr, eins og negri.
Það var einu sinni í Texas, að Norðmaður tók mig fyrir negra, og veðjaði 10 dollurum. En ég var þó alltaf í stuttbuxum, og ég sýndi honum í hvítu röndina þar. Honum varð svo mikið um, að hann fór úr barnum, sem við vorum á, en ég varð svo hreykinn, að ég gaf öllum viðstöddum einn umgang! Verstir voru Gyðingarnir. Ég fór héðan hleypidómalaus í kynþáttamálum, sem von var, því hér hafði ég engu kynnst nema venjulegum hvítum mönnum. En fyrst þegar ég kom til New York tók á móti mér Gyðingaprangari og hætti ekki, fyrr en hann var búinn að reita af mér hvert einasta sent.
Og draslið, drottinn minn, það hefði engum heilvita manni dottið í hug að hirða einu sinni, þótt hann hefði verið draugfullur. Eftir þetta passaði ég mig á þeim — nema einu sinni. Það var líka í New York.
JAKKINN OG HRINGURINN.
Þá var ég á gangi á götu, þegar bíll renndi upp að mér og bílstjórinn
benti mér að koma. Hann sagðist vera sendill hjá stóru fyrirtæki, og auðkýfingur á hóteli, sem hann nefndi, hefði pantað fjóra jakka,— þið munið, rauða flauelsjakka
með öðru vísi ermum, æpandi skræpótta, eins og voru einu sinni í tísku — en þegar til kom, vildi millinn aðeins tvo, en borgaði reikninginn upp á fjóra.
Svo
sendillinn vildi selja mér annan jakkann. Ég var tregur. Oh, come, buddy, sagði hann. Ef ég fer með þá aftur, græðir bara fyrirtækið, því millinn borgaði fjóra. Svo ég
er engu að stela, þótt ég selji þér einn, við græðum báðir. Ég skal selja þér hann á hálfvirði. Hann kostar 14 dollara, þú færð hann
á sjö.
Og hann sýndi mér alla reikninga, bæði frá fyrirtækinu og auðkýfingnum. Og ég keypti helvítis jakkann. En hann datt náttúrlega í sundur, um leið
og ég fór í hann. Ég rimpaði hann saman og seldi hann seinna negra niðri í Suður Ameríku. Þetta var svo æpandi. Síðan var þetta sama trikk reynt þrisvar við mig, með
reikninginn og öllu, en ég bara hló að þeim.
Einu sinni stóð ég á Times Square og var að lesa Ljósafréttirnar, þegar einn fósinn kemur og þrífur eitthvað upp á milli fótanna á mér. Það var demantshringur. Nú vorum við heppnir, segir hann og hampar hringnum framan í mig. Heppnir? sagði ég og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Já, nú seljum við hann og skiptum andvirðinu fifty fifty á milli okkar, því hefði ég ekki séð hann, hefðir þú hirt hann, þegar þú hreyfðir þig næst. Ókey, við löbbum af stað til þess að selja hringinn, en þá eru allar skartgripabúðir búnar að loka, því þetta var seint um kvöld, og loks leit hann á úrið sitt og sagði:
— Hvert í heita, maður, ég er að missa af lestinni til Boston. Heyrðu, ég skal selja þér minn helming fyrir fimmtán dollara. Hann kostar meira, en þá kemst ég frítt til Boston. Nei, ég hef ekkert við hann að gera, sagði ég, en þú skalt fá minn hlut fyrir tíu dollara. Ég átti náttúrlega enga fimmtán dollara, en ég var ekkert að hampa því framan í hann. Þá sagði hann:
Ég þekki karl hérna rétt hjá, sem kaupir svona hluti án þess að spyrja um hvernig þeir eru fengnir, og hann hefur aldrei lokað. En hann er var um sig, það er best að ég fari einn og þú bíðir úti á meðan. Svo stakk hann sér inn í hús þarna nálægt, og síðan hef ég ekki séð hann. Það er ekki nema von, að menn séu varir um sig þarna. En þú getur líka dottið á götu og fótbrotnað eða legið dauður í hálfan mánuð, án þess að nokkur skipti sér af þér, ef lögreglan kemur ekki.
Einu sinni sá ég roskna konu, með fangið fullt af pinklum, detta á götu í New York. Það var fullt af fólki í kring um hana, og það flýtti sér allt burt. Ég rauk til, en það var þrifið í mig og mér varnað að komast til hennar. Hvað er þetta? sagði ég. Ætlið þið bara að láta konuna liggja þarna? Passaðu þig á henni, var svarað, hún getur verið vasaþjófur. Og þarna lá hún, þangað til lögreglan kom.
SURTUR 1 FÍNUM FÖTUM.
Negrarnir eru ekki eins slæmir og Gyðingarnir. Þeir eru bara svo fullir af minnimáttarkennd. Einu sinni mátti
ég velja milli íra og negra í klefa með mér. Írinn var lítill kjöftugur og leiðinlegur, og ég valdi niggarann. Hann var ósköp feginn og var góður og rólegur framan
af.
Svo fór hann að fá lánað hjá mér, sokka, bindi og skyrtur og svoleiðis. Það var allt í lagi. En svo keypti ég mér einu sinni helvíti fín 80 dollara föt.
Skömmu seinna ætlaði ég í samkvæmi, þar sem við vorum í höfn, og fór niður í skip til að fara í nýju fötin.
Heldurðu þá ekki, að surtur sé farinn í fína gallanum mínum! Ég átti önnur föt, svo að þetta var allt í lagi, en þegar hann kom svo um borð og við hittumst, sagði ég: Heyrðu, Frank, það er allt í lagi að þú fáir lánuð af mér föt, en ef eitthvað kæmi nú fyrir þau, myndirðu þá borga mér þessa 80 dollara, sem ég gaf fyrir þau?
Hvað heldurðu að ég sé, svaraði hann. Milli eða hvað? Nei, það veit ég, að þú ert ekki, svaraði ég, og þess vegna skaltu láta þessi föt eiga sig.
— Am I not good enough to wear your clothes? sagði hann þá og varð illur. Svona eru þeir, alltaf á verði og finnst að verið sé að setja þá lægra en hvíta manninn. Og það
eru fleiri viðkvæmir. Einu sinni vorum við Siggi heitinn halti að tala íslensku í messanum, þá þreif einn ítalaskrattinn ameríska brunaöxi og reiddi að Sigga og sagði: We speak English
here, sonny.
Og einn negrinn réðst að konu í sporvagni með hníf reiddan á loft, bara af því að konan var að hlæja að einhverju, honum alls óviðkomandi, og urraði
illilega: What's so funny?
Já, strákar, þegar maður fer að hugsa um það, gerðist margt á þessum árum. En sennilega þykir ykkur mestur matur í því sem síðast gerðist. Það var kostuleg saga, sem auðVitað byrjaði í fylliríi.
„FORSTJÓRAR" á CUVENAS.
Við vorum á olíuskipi þá, ég og góður
íslenskur vinur minn, og vorum að taka olíu í smáþorpi á strönd Colombia, Cuvenas, minnir mig það heiti, ca 3 km frá Cartagena. Þetta er svona lítil olíustöð, sem
er starfrækt 6—7 mánuði á árinu, meðan verið er að fylla tankana af hreinsaðri olíu, og svo er ekkert að gera og enginn mannskapur þangað til næsta tímabil byrjar. Við
vorum síðasta skipið, sem kom þarna við á þessu starfstímabili, fórum í land með um 150 dollara í vösunum og náttúrlega á fyllirí og önnur skemmtilegheit,
og þegar af okkur rann var skipið farið, en við orðnir eigendur að hórukassa, svo sem 10 kílómetra utan við þorpið!
Niggarinn, sem átti kassann, vissi að bíssnisinn var búinn í bili og parkaði forretningunni upp á okkur. Ég veit ekki, hve mikið við gáfum fyrir hana, sjálfsagt það, sem við áttum eftir ódrukkið; en allt fémætið, sem við fengjum í staðinn, var ekki annað en einn gamall ísskápur, sennilega 10 dollara virði. ,,Húseignirnar" voru sex litlir strákofar undir jafn margar negrastelpur, sem voru þarna á sex mánaða samningi, og aðalhúsið — þið hefðuð átt að sjá það! Það var stráþak á fjórum stólpum, með borðum og bekkjum úr óhefluðum fjölum — og náttúrlega ísskápurinn.
Úr rjáfrinu héngu tvær rafmagnsperur, það var eina lýsingin á staðnum. Ég vil taka það fram, að á þessum stað er hóruhús álitið jafn sjálfsagt og matsala. Við græddum ekkert á þessu, það var eins og tveir ofdrykkjumenn hefðu keypt vínbar. En sem betur fór fréttum við af manni, sem vildi kaupa eignina, og við seldum honum góssið fyrir það, að hann flytti okkur til Kúbu.
VOPNASMYGL Á CARIBAHAFI.
Hann skutlaði okkur þangað og var þar með orðinn löglegur eigandi að forretningunni með negrastelpunum sex, en við fórum til Havana. Þar leituðum við uppi góðan bar og fórum þangað. Við vorum varla sestir, þegar til okkar kom Gyðingur og spurði hvaðan við værum, hvort við værum Skandinavar. Jú, við vorum það. Hvort okkur vantaði ekki létta og vel launaða vinnu? Jú, það gæti vel verið.
Þá vísaði hann okkur á litla snekkju, sem hann sagði okkur að taka og sigla til Miami, en þar ættum við að taka lítinn farm og afhenda skipum frá Dóminíkanska lýðveldinu. 3500 dollarar fyrir túrinn, 10 daga. Hann skyldi útvega skipstjórnarpappírana. Jú, ég fékk þá, þeir voru argentínskir. Svo tókum við smá vopnasendingar í Miami og dóluðum með þær út með ströndinni, þangað til við mættum skipunum. Þá gáfum við sérstakt merki, og þá kom einhver báturinn, henti peningunum í bambushólk yfir á þilfarið hjá okkur og við skutluðum kössunum yfir til þeirra. Þetta voru mest skammbyssur.
Báturinn var útbúinn eins og fiskibátur, og þetta leit allt saman eðlilega út. Þetta var líka allt saman löglegt — þannig séð — við fengum löglega pappíra fyrir farminum, honum var skipað út á eðlilegan hátt, og við fórum aldrei út fyrir bandaríska landhelgi — nema kannski í ógáti, því hvorugur var sterkur í navígasjóninni. Jæja, nú þegar við vorum orðnir kapítalistar, þurftum við náttúrlega að fá okkur þræla. Við fengum okkur tvo Puerto Ríco menn, svarta. Þeir vissu náttúrlega hvað við vorum með — eða grunaði það að minnsta kosti.
Svo vorum við að dóla þarna úti, eins og fiskimenn, þegar patrolbátur kom að. Hann var ekkert að hugsa um okkur, og hefði farið rólegur fram hjá, hefði ekki niggararnir orðið hræddir og farið að þvaðra eitthvað. Þá gerði félagi minn það sem hann hefði aldrei átt að gera. Hann tók upp skammbyssu og skipaði Puerto Ricununum að leggjast. Þá stukku þeir sinn hvorum megin út fyrir borðstokkinn og í sjóinn.
Þá tóku þeir á varðbátnum eftir að ekki var allt í lagi, og komu til okkar. Svo sögðu helvítis niggararnir á eftir, að við hefðum neytt þá um borð til okkar. Nú, þarna vorum við teknir og farið með okkur í frægt fangelsi í Philadelphiu, Moyamensing. Þar máttum við dúsa, en þar var farið vel með okkur. Við máttum fara út í garðinn, nema fyrstu vikuna. Það var ömurleg tilfinning að búa í þessu fangelsi. Það var úr gömlum tilhöggnum steini, og gluggarnir bara rifur, djúpt inni í veggjunum. Þegar ég var búinn að vera þar í nokkra daga, sá ég dúfu fljúga fyrir gluggann. Það er í eina skiptið, sem ég hefi óskað þess að ég væri dúfa.
Moyamensing er í laginu eins og U. Öðrum megin er ríkisfangelsi, en hinum megin fylkisfangelsi. Húsið er á þremur hæðum, og neðst eru veikir fangar, með kynsjúkdóma og þess háttar. Á næstu hæð voru fangar með 5 ára fangelsisdóma og þar yfir, og á efstu hæðinni voru öðrum megin lífstíðarf angar, trusties (þeim sem trúað er fyrir ýmsum störfum innan fangelsisins), og hinum megin vorum við Íslendingarnir og fjórir aðrir. Við klefadyr hvers og eins voru lítil spjöld, þar sem skráður var glæpur hvers og eins. Þegar við fengum svo að fara út, leit ég á spjöldin hjá þeim, sem voru á sama gangi og við. Þar stóð HOMICIDE.
Ég spurði vörðinn hvað það ætti að þýða, og hann sagði að þeir væru manndráparar og væru að bíða eftir aftökunni. Þá fór nú heldur betur um mig, þegar mér var ljóst, að okkur hafði verið komið fyrir í dauðadeildinni! Við vorum þarna þó nokkuð lengi. Þeir fundu að vísu vopnin í bátnum, en við höfðum ekki gerst brotlegir við bandarík lög. Þá grunaði, að við værum starfsmenn víðtæks hrings, sem fyrir utan vopnasmyglið smyglaði kínverjum til Bandaríkjanna og fékk nokkur hundruð dollara fyrir hausinn. Þeir voru bæði fluttir sjóleið og loftleið, og það er víst satt, að þeir hafi notað gömlu aðferðina, að hlekkja þá við þunga keðju og sökkva þeim í sjóinn, ef þeir urðu hræddir.
Svona keðjur með beinagrindum hafa fundist. Og sagt var, að ef flugvélarnar treystu sér ekki til þess að landa Kínverjunum, hefði þeim bara verið fleygt út á flugi. Svo var náttúrlega eiturlyfjasmygl og þess háttar. Ég er ekki frá því, að kommúnistar, þeir sömu og studdu seinna Castro á Kúbu, hafi staðið á bak við þetta.
HEIM UM SÍÐIR.
Svo var allt á móti okkur. Við töluðum of góða ensku til þess að geta verið fiskimenn, eins og við sögðumst vera, vorum of vel klæddir, höfðum
of mikil fjárráð. Svo báðum við fanga, sem losnaði á undan okkur, fyrir skeyti til Helga Briem þáverandi ambassador, og hann setti tryggingu fyrir okkur og tilkynnti það, að búið
væri að borga farið fyrir okkur heim.
Það var einsdæmi, að ambassador gerði þetta fyrir fanga.
En þeir gátu ekkert á okkur haft, svo við vorum látnir lausir á parole, (egegn drengskanarheiti) og fórum beint til New York. Þar var okkur sagt að Trujillo væri kominn í málið og vildi fá okkur framselda, því vopnin fóru til andstæðinga hans, og það hefði þýtt sama og dauðinn. Þetta. var á föstudagskvöldi, og okkur var ráðlagt að vera komnir úr landinu áður en næsta vika hæfist. Þetta hefur nú sennilega verið lygi, bara til þess að losna við okkur úr landinu.
Hvað um það, við vorum komnir hingað á Keflavíkurflugvöll á mánudagsmorguninn. Þetta var árið 1947.
Það er nú það. Oft langar mann aftur í ævintýrin, en eftir að venjast á reglubundið líf hér heima, held ég að lítið yrði úr manni, ef maður
ætti að leggja á ný út í óreglulegt og rótlaust líferni. Nú hef ég byggt mér hús hér og fastnað mér konu, er meðhjálpari og safnaðarfulltrúi
hér í Hafnasókn, og uni mínum hag býsna vel. En minningarnar eru skemmtilegar, úr því manni tókst að sleppa heill úr öllum þessum hildarleik.
sh
---------------------------------------------------
Siggi Hreiðar er hann kallaður meðal vina og kunningja, en heitir fullu nafni Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Hann er eins og margir menn ofan úr Mosfellssveit og þar sleit hann barnsskónum- Þegar hann hafði lokið barnaskólanámi, settist hann í framhaldsskólann á Skógum, og nokkrum árum síðar fór hann í þann góða Samvinnuskóla. Einhverntíma var ég að blaða í Samvinnunni og sá þar ljóð eftir Samvinnuskólanemendur.
Meðal skáldanna var einmitt Siggi Hreiðar. Þetta kom mér þó ekki á óvart, þar eð ég vissi að hann hafði verið yrkjandi allt frá barnæsku og hafði einnig gaman af að semja leikrit uppúr vinsælum barna- og unglingabókum, þó ekki væri hann þá aldinn að árum. Nú er Siggi Hreiðar blaðamaður við Vikuna, en var áður blaðamaður við Samvinnuna, Tímann og Mynd sálugu. Og nú er hann búinn að koma saman heilli bók, sem væntanleg er á bókamarkaðinn næstu daga.
Vegna þessara stórtíðinda fýsti mig að eiga við hann stutt spjall og forvitnast um tildrög þessarar bókar. Við fengum okkur kaffisopa hérna niðri í Ingólfscafé og bað ég hann um að segja frá, en ég skyldi reyna að hafa undan við að skrifa eftir honum: — Ég býst við að flestir sem hafa valið blaðamennsku eða einhvers konar ritstörf að ævistarfi, búist við að þeir geti sett saman bók og reyni það jafnvel, hver svo sem útkoman verður. Ég hafði sem sagt gengið með þessa flugu í kollinum alllengi og var mér sú aðferð efst í huga að skrásetja eitthvað það merkilegt eða skemmtilegt sem annar hefði að segja. þar sem mig skortir andagift til að semja skáldsögu.
Ýmsir komu mér í huga og varð einn vel þekktur viðskiptajöfur efstur á blaði. Er ég færði þetta í tal við hann tók hann því ekki illa, en vildi fresta því um tíma. Ekki er ég þó dottinn frá þessari hugmynd, en maðurinn er mótfallinn því að minningar hans komi út fyrr en eftir hans dag. í fyrrahaust var ég ráðinn til Vikunnar og var þá í talsverðu upprótarástandi, enda kom ég þá frá Dagblaðinu Mynd, því blaði sem allir starfsmenn þess höfðu bundið miklar vonir við- Þegar maður fer af dagblaði yfir á vikublað finnst manni lítið að gera, þó það breytist eftir tiltölulega stuttan tíma. Sumarið áður en ég kom til Vikunnar hafði verið þar blaðamaður að nafni Jakob Möller, sem frægur er orðinn fyrir að vera annað hvort Jón eða Kári.
Hann hafði komist á snoðir um það þetta sumar að til væri suður í Höfnum maður
nefndur Rikki prins og hefði hann frá ýmsu að segja. Hann hefði siglt um heim allan og gert flest það sem einum mennskum manni er fært að gera. Meðal annars hefði hann rekið hóruhús í
Suður Ameríku, stundað vopnasmygl en náðst, og setið langan tíma í fangelsi í Bandaríkjunum.
Um Rikka prins hefði aldrei verið skrifaður stafur, enda væri maðurinn
bæði illur og erfiður viðskiptis og ekki hægt að toga úr honum orð. Þar sem Jakob Möller er maður fylginn sér og óragur við að ráðast á háan garð gerði
hann tilraun til að ná sambandi við prins inn-
En hann var þá aldrei símatækur svo Jakob arfleiddi mig að þessu verkefni. Ég gerði nokkrar tilraunir til að ná símasambandi
við umræddan prins en þær fóru allar á sama veg og Jakobs.
Ekki vissi ég önnur deili á manninum en hann hét Rikki og væri þar að auki prins. Svo var það líklega sama daginn og fyrsti snjór féll á suðurlandi 1962 að ég leigði mér Volkswagen-pútu hjá „Fal“, og fór ásamt Kristjáni Magnússyni, ljósmundara, suður í Hafnir. Ég var með hálfgerða magapínu yfir að verða rekinn öfugur til baka og bíllinn kost aði 400 kall plús matur fyrir okkur Stjána.
Við ákváðum að fara fyrst upp á völl, og finna þar eitthvað til að skrifa um til að fara nú ekki beint í gin ljónsins- Þegar því var lokið var ekki um annað að gera en fara út í Hafnir. Þegar þangað kom brast mig kjark enn einu sinni svo ég fór í Merkines til Hinriks, til að hafa við hann viðtal, sem heldur ekki brást. Þegar við vorum að fara frá Merkinesi herti ég upp hugann og spurði Hinrik hvort hann kannaðist við Rikka prins. Þá hló Henrik og spurði hvort það skyldi þó ekki vera hann Rikki í Nýlendu, meðhjálpari og safnaðarfulltrúi sóknarinnar, sem ég ætti við. Jú það væri sjálfsagt Rikki í Nýlendu meðhjálpari og safnaðarfulltrúi sem ég ætti við og Hinrik sagði mér hvar Nýlenda var.
Ef Rikki væri ekki heima mundi stúlkan í búðinni áreiðanlega vita hvar hann væri- Hinrik sagði mér einnig að Rikki væri Ásgeirsson,
svo að ég þurfti ekki að nota prins nafnið meira.
Rikki í Nýlendu var nú ekki heima, en eins og allt stendur heima sem Hinrik í Merkinesi segir, þá vissi stúlkan í búðinni
hvar hann var að finna og benti okkur á hús þar út með veginum.
Með 135 hjartaslög á mínútu barði ég á dyr í fyrrgreindu húsi og spurði þá
konu sem til dyra kom eftir Ríkharði Ásgeirssyni
Jú hann var þarna staddur og konan kallaði um öxl sér: „Rikki, það eru komnir blaðamenn að finna þig“, hún vissi að við vorum blaða menn, þar sem ég hafði þó haft rænu á að kynna okkur. Ég bjóst við að sjá farlama gamalmenni, útlifað, tannlaust með útstæð augu og sollnar varir staulast fram og vissi því ekki hvaðan úr andskotanum á mig stóð veðrið þegar fram í dyrnar snaraðist ungur maður og bráðmyndarlegur, með ofurlítið yfirvaraskegg og málningarslettur í buxunum.
Það þarf ekki að orðlengja að Rikki tók okkur með kostum og kynjum og féllst góðfúslega á að segja eitthvað af
því sem hann hafði séð og lifað, þótt það væri svo sem ekki merkilegt, eins og hann sagði.
Svo komst hann í gang og sagði okkur hverja söguna annarri skemmtilegri,
þangað til ég gat ekki tekið á móti meiru í bili. Ekki bar á öðru en fullri vinsemd. Eftir að ég hafði vinsað úr því sem Rikki sagði mér í þetta
sinn, sá ég að ómögulegt var að koma nema broti af því í blaðagrein, jafnvel þótt langhundur væri. Þegar svo Rikki kom að lesa handritið, stakk ég uppá
því að við gerðum bók saman um ævintýri hans. Hann hló svo skein í allt það sem hann á eftir af tönnum og taldi öll tormerki á slíku fyrirtæki til dæmis
hefði hann engan tíma til þess.
Svo hittumst við aftur og ámálgaði ég þetta við hann einu sinni enn og stakk upp á því að hann romlaði það upp úr sér er hann myndi, inn á segulband og síðan skyldi ég sjá um að skrifa það upp og raða því saman. Og hann féllst á það. Eftir talsverða fyrirhöfn, fékk ég lánað segulbandstæki. Mér fannst eins og þetta væri yfirfærsla á regluböndum.
Ég varð að byrja á því að setja Rikka í gang og ef ég ætlaði að ná sambandi við hann meðan á frásögn stóð, varð ég að gera alvarlegar aðgerðir, eins og að klípa í nefið á honum eða toga í hárið á honum. Hann gleymdi sér alveg yfir því sem hann var að rifja upp. Næst var að spila segulböndin yfir, en það var tólf tíma prógramm. Síðan byrjaði ég að skrifa og komst strax að því að margar þær upplýsingar sem ég hafði fengið í upphafi, voru algerlega villandi.
Til dæmis með hóruhúsreksturinn. Þó Rikki ætti slíkt fyrirtæki um tíma var arðbær rekstur þess útilokaður af ástæðum sem fram koma í bókinni. Eins var með vopnasmyglið, það var hlutur sem aldrei var sannaður, þótt ýmislegt mjög skemmtilegt kæmi fyrir í því sambandi. Svo heitir maðurinn alls ekki Rikki og enn síður Ríkharður, heldur Rikkar, en það er nú tittlingaskítur. Svo komst ég auðvitað í klemmu með hvað skyldi taka og hverju sleppa, því þetta var of mikið í venjulega bók. Ég held að frumhandritið hafi verið um 250 vélritaðar síður, en svo réðst ég á það með skærum- Þegar Rikki las það yfir kom honum enn nýtt í hug og sumt af því var þannig, að ófært var að sleppa því.
Loks var svo handritið tilbúið og Guðmundur Jakobsson í Ægisútgáfunni tók við því eins og umsamið var, snemma í september s.l, og nú er bókin að koma út. Þegar við vorum að ræða um útlit bókarinnar fannst okkur ófært að skreyta hana ekki með teikningum, þar sem svo margir atburðir gefa tilefni til þess- Og þrátt fyrir að Rikki ætti slatta af myndum frá þessum árum, þá voru þær ekki allar af þeim atburðum. sem bókin greinir frá. Ýmsir teiknarar komu til greina, en hér á landi er nýlega sestur að ungur spánskur listamaður, Baltasar að nafni, (með essi), sem mér finnst teikna sérstaklega skemmtilega, að öðrum ólöstuðum.
Baltasar hefur sjö ára nám að baki og er auk þess prófessor. Hann var strax tilleiðanlegur og gerði 9 teikningar í bókina, hverja annarri betri og skemmtilegri. Þó finnst mér kápan skemmtilegust. Eymundur í Litróf gerði myndamótin, af sinni alkunnu snilld, og þá er nú kominn litur á þetta Nú er ekkert eftir annað en sjá hvort fólk er sammála#!mér í að þetta séu skemmtilegar sögur. Hitt er svo annað mól að ég hefi haft gott af að skrifa þessa bók
Ef ég legg einhverntíma í að skrifa aðra, veit ég betur hvað ekki má og hvernig ekki á að skrifa bók. Það verður að sjálfsögðu því ljósara eftir því sem ég velti þessu viðfangsefni oftar fyrir mér. Ég hefi nú þegar, áður en bókin er fullprentuð, séð ýmislegt sem ég hefði viljað hafa öðruvísi. Já, þannig mæltist honum Sigurði Hreiðari um tildrögin að smíði væntanlegrar bókar. Bókin heitir „Alltaf má fá annað skip“ og er nafnið táknrænt fyrir efnið.
Teikningar hér eru úr nýju
bókinni hans Sigurðar Hreiðars, en Baltasar hefur teiknað þær. Maðurinn sem er að ganga fram hjá kirkjunni, er aðalsöguhetja bókarinnar Rikkar Ásgeirsson', en hin myndin er af höfundinum.
Skoða má myndir og blaðklippur, tengdar Rikka HÉR -- Er í vinnslu
----------------------------------------------
Faxi - 1977 - 01.12.1977
Hluti umsagnar um leikrit:
................ "Eftir að búið var að ákveða frumsýninguna veiktist Ríkharður
Ásgeirsson, sem átti að leika biskupinn. Sigurður hljóp þá í skarðið fyrir hann, en sjálfur hafði Sigurður ætlað að leika strokufangann, — nú var því
illt í efni, en hver gæti hoppað inn í hlutverk á einni kvöldstund? Sigurður greip til þess ráðs að taka Jón Sveinsson úr hlutverki liðþjálfans og setja hann í
strokufangann, en sótti Magnús Gíslason, sem vann að leikmyndarsmíðinni og fól honum hlutverk liðþjálfans. Ekki varð greint á meðferð hans, hve æfingartíminn var knappur,
— og bar sig hermannlega að vanda"
-----------------------------------------------------
Hverju reiddust goðin svo ofsalega?
Það er hreint með endemum ruglið sem oddvitinn í Höfnum lætur hafa eftir sér um viðtal mitt við
Víkurfréttir, um þá geræðislegu framkvæmd að loka höfninni. Eftir að hafa marglesið viðtal mitt, kem ég hvergi auga á neitt það, sem skýrir þessi
vitfirringslegu
viðbrögð. Að maðurinn skuli voga sér að kalla þessa fáu útgerðarmenn sveitarómaga sem verið hafi á framfærslu Hafnahrepps, eru hin örgustu öfugmæli sem ég
vil mótmæla harðlega, fyrir mína hönd og þeirra!
Björgvin Lúthersson veit að í þau 40 ár sem ég átti heima í Höfnum greiddi ég mín gjöld skilvíslega og hefi aldrei skuldað þar og því síður verið á framfærslu. Þetta er því rakalaus lygi og krefst ég þess að hann skýri frá því opinberlega hvar og hvenær ég á að hafa þegið slíkt. Hinir útgerðarmennirnir sem ég hef haft samband við, þeir Þóroddur Vilhjálmsson í Merkinesi og Þórarinn Sigurðsson, Höfnum, neituðu einnig harðlega að hafa nokkurn tíma verið á framfærslu hreppsins.
Aðrir þeir sem þar eru nú, eru svo nýfluttir í Hafnir að þeir koma varla til greina. Eini útgerðarmaðurinn sem ég get ekki svarað fyrir er eigandi báts sem heitir „Kolla". en sá bátur er skráður á eiginkonu oddvitans, svo kannski er vottur af sannleika í ruglinu hjá oddvitanum. Það er athyglivert að þegar ég gagnrýni lokun hafnarinnar, fór oddvitinn að rugla út og suður um allt önnur og mér óskyld mál sem snerta hafnarlokunina ekkert.
Ég var eingöngu að fjalla um höfnina og við skulum halda okkur við það. Oddvitinn talar um „aumingjaskap". svo sannarlega var þetta ekkert annað en aumingjaskapur hafnarnefndar og engra annarra að hafnargjöld ársins 1991 voru ekki innheimt. Þau munu hafa numið 1-2 milljónum króna, þrátt fyrir að fyrir lá samkomulag um innheimtu í gegnum Fiskmarkað Suðurnesja meðal annars.
Hver uggi var veginn og skráður við vogina í Höfnum, svo hæg voru heimatökin en það var ekki hirt um að innheimta. Þar sem stór hluti þessara 20-30 báta sem lögðu upp afla sinn þetta árið voru aðkomubátar og Iöngu farnir, þá segir það sig sjálft að erfitt er að innheimta þetta núna og lokun hafnarinnar hefur því engin áhrif haft á þá báta.
Oddvitinn segir: „Ef þessir menn hefðu einhvern manndóm til samstarfs við okkur, væru málin í lagi". Ekki veit ég hvað maðurinn meinar. Hans hlið á samstarfi er þessi: Ekki hafa enn fengist löglegir reikningar fyrir hafnargjöldum, aðeins gíróseðill fyrir 1991 og svo ótölusett reikningseyðublöð fyrir hafnargjöld ársins 1992, sem voru innheimt í gegnum fiskmarkaðinn. Í apríl 1992 sat Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda fund út af þessu máli með hreppsnefnd og hafnarstjóra.
Þar lofaði oddviti að útgerðarmönnum yrði gefinn kostur á að greiða þessi gjöld án vaxta til desember 1992. Í byrjun júní fengum við svo annan gíróseðil, í þetta sinn frá Sveini Snorrasyni, lögfræðingi, með tilheyrandi vöxtum og kostnaði. Þetta er nú samstarfið sem hann býður upp á.
Nei, þegar hann talar um samstarf, þá meinar hann hlýðni og undirlægjuhátt. Ég er ekki tilbúinn í slíkt og verð seint. Öll framkoma oddvitans hefur einkennst af hroka, svikum
og lygum og sérstakri fyrirlitningu á sjómönnum!
Ekki veit ég af hverju hann fer að tala um „Pressuna" þar sem ýmsir hátt settir menn í þjóðfélaginu, ráðherrar
og fleiri, eru rengdir, eins og hann orðar það. Hvergi minnist ég á þetta blað í mínu viðtali. Hins vegar sýnir þetta hvaða álit hann hefur á sjálfum sér.
Það tjón sem þessi hafnarnefnd hefur unnið í Höfnum verður seint metið, en það má leiða hugann að því að seinna þegar vitibornar verur komast í hafnarnefnd Hafna, verði erfitt að sækja fé í ríkissjóð til framkvæmda. Þar sem allar hafnir á landinu sækja í takmarkað fjármagn og flestar eru að gera eitthvað jákvætt til að laða til sín báta og útgerðir. Síðast en ekki síst tel ég að þetta sé gróft brot á 69. grein Stjórnarskrár okkar, en þar stendur:
„Enginn
bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til". Hann ætti að bera þetta undir hina ráðherrana! Oddvitinn efast um að önnur sveitarfélög
vilji tala við okkur. Ég er þegar fluttur, það hefur eflaust farið fram hjá oddvitanum. Það var hvergi flaggað í Höfnum þegar ég fór, þeir gera þetta bara fyrir
austan, þegar leiðinda kurfar flytja á brott.
Grétar sendir Rikka tóninn
Þannig segir í fyrirsögn smá greinar út af lokun hafnarinnar, en fyrrnefndur Grétar
mun hafa átt frumkvæðið. enda fulltrúi Hafna í Atvinnumálanefnd Suðurnesja. Þar sem ég er ekki viss um að allir þekki Grétar, er hans ferill í hafnarnefnd eftirfarandi. Hann
komst í hreppsnefnd og hafnarnefnd eftir síðustu kosningar, enda „samvinnuþýður". Þegar hafnarstjórastaðan var auglýst í vor, bárust 2 eða 3 umsóknir um starfið,
en var hafnað.
Þá kom Grétar með sitt tilboð og fékk stöðuna. Hann sat í hreppsnefnd og hafnarnefnd sem fjölluðu um málin. Ekki meir um það, þar sem ég hef heyrt að Grétar sé á sjúkrahúsi, ætla ég ekki að angra hann meir. nema, hann segist geta skrifað langa grein um málið og þar sem ég veit að hann er vel pennafær, langar mig til að biðja hann að svara skriflega nokkrum spurningum um málið. Ég treysti honum best til að koma frá sér skiljanlegri og óbjagaðri setningu.
Ég óska þér innilega góðs bata og vona að þú sjáir þér fært að hripa niður svör við þessum spurningum.
Svo að engum öðrum verði hótað eða hegnt fyrir þessa grein mína.
þá heiti ég:
Ríkharður Ásgeirsson Kópavogi.
---------------------------------------------------------------
Smábátaútgerðarmenn í Höfnum á
Suðurnesjum eru enn að deila við Björgvin Lúthersson, oddvita hreppsins, vegna lokunar á höfninni. Höfninni var samkvæmt oddvitanum lokað vegna þess að ekki tókst að fá vigtarmann,
en trillukarlar halda því fram að fráfarandi vigtarmanni hafi verið bolað úr starfi þrátt fyrir góða frammistöðu, að tilstuðlan hins ofríka oddvita. Oddvitinn vandar trillukörlunum
ekki kveðjurnar og hefur nánast kallað þá ómaga á framfæri hreppsins. Þessu neita þeir vitaskuld og bendir einn þeirra, Ríkharður Ásgeirsson, á að hann geti reyndar
ekki svarað fyrir eiganda bátsins „Kolla", sem er skráður á eiginkonu oddvitans...
---------------
Það að er annars um deilurnar milli trillukarlanna og oddvitans í Höfnum, Björgvins
Lútherssonar, að segja að höfninni þar var að hluta til lokað vegna skulda á hafnargjöldum. Samkomulag hafði sl. vor náðst fyrir tilstuðlan Landssambands smábátaeigenda Um að
þeir sem skulduðu fengju frest til desember næstkomandi til að greiða skuld sína og þá vaxtalaust.
En tveimur mánuðum síðar höfðu þeir skuldugu hins vegar fengið rukkunarbréf
frá Sveini Snorrasyni lögfræðingi um að gera skil á gjaldföllnum hafnargjöldum með tilheyrandi kostnaði innan tíu daga frá dagsetningu bréfsins, að öðrum kosti yrði að
grípa til frekari innheimtuaðgerða...