Vefmyndvélin 2005

Smá sýnishorn af þeim möguleikum sem væntanleg vefmyndavél mun bjóða upp á, miðað við það að verða staðsett á mastri "ofan á" hitaveitutönkum Rarik, sunnan til fyrir ofan Siglufjörð.

Þessar myndir eru teknar með 480 mm brennivídd, (aðdrátt) framan við tankana, (ekki uppá) en "óskavélin" er með um 800 mm brennivíddar linsu.

Viðkomandi vefmyndavél verður hægt að nálgast til skoðunar á vefnum www.sksiglo.is  það er á fréttavefnum  Lífið á Sigló  (ekki virk tenging í dag 2016)

Síðar inn komnar upplýsingar:
Vefmyndavélin komst í gagnið þann 16. september 2005  - og sýnir nánast sama umhverfi og áætlun var um frá upphafi. Samber myndirnar hér fyrir neðan.