Myndasyrpa KS-Breiðblik

Föstudagur 17. júní 2005  K.S. -  Frá: Fréttavefurinn Lífið á Sigló  

Breiðablik, kepptu á Siglufjarðarvelli í gærkveldi. Ég lét mig hafa það og mætti á völlinn, - ekka af áhuga heldur vegna fjölda þeirra sem báðu mig með tölvupósti að mæta til að taka nokkrar myndir. --- Í fyrri hluta leiksins skoruðu Blikarnir tvö mörk, og til að vera viss um að mér yrði ekki kennt um hvernig fór, sem óheilakráku , þá forðaði ég mér af vettvangi áður en seinni hlutinn byrjaði. --

En svo við sleppum öllu gríni, þá var ástæðan sú að farið var að bregða birtu, sem ekki hentar vel til að taka myndir af fótboltaköppum á mikilli hreyfingu. En það var hringt í mig eftir leikin og úrslitin úr munni KS-aðdáanda voru: Tvö hræðileg slysamörk og eitt víti. 3:0 fyrir Breiðablik.