Í gær 4. júlí 2005, komu góðir gestir til Siglufjarðar

þegar Norski menningarmálaráðherrann, Valgerd Svarstad Haugland, og menntamálaráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, heimsóttu Síldarminjasafnið ásamt fríðu föruneyti.

Gestirnir neyttu hádegisverðar í Bátahúsinu, skoðuðu safnið undir leiðsögn Örlygs Kristfinnssonar og heimsókninni lauk síðan með síldarsöltun og tilheyrandi leikþætti "af fingrum fram," eins og venjulega við góðar undirtektir gestanna.  

Starfsmenn safnsins buðu einnig bæjarbúum og öðrum gestum velkomna á þessa söltun.