Sífellt eykst aðsókn að Síldarminjasafninu.

Fimmtudagur 28. júlí 2005 

Í gær kom hingað danskur ferðahópur og var þá sérstaklega sett á svið fyrir þá síldarsöltun, sem tókst með ágætum eingöngu með starffólki safnsins sem tók að sér hlutverk síldarsaltendanna í stað hinna hefðbundnu þátttakenda, leikara frá Leikfélagi Siglufjarðar.

Það eina sem ekki var við hæfi var síldin sem Norðlendingar geta vart kallið síld, frekar hornsíli.

En þegar síldin sem pöntuð var frá Austfjörðum í þessum tilgangi, kom þá höfðu þeir sent eitt tonn af mjög smárri úrkastssíld, eða það sem Siglfirðingar myndu frekar kalla síli en síld miðað við "gamla daga".