Kammersveitin Ísafold Miðvikudagur 10. ágúst 2005

Kammersveitin Ísafold hefur verið hér síðan á sunnudag og stundað stífar morgun- og síðdegisæfingar í kirkjunni til undirbúnings tónleikaferð um landið. Þetta eru 20 ungir tónlistarmenn sem munu flytja 6 verk frá liðinni öld. Í tveimur verkanna syngur einsöngvari við undirleik hljómsveitarinnar. Ísafold kom hingað fyrst á þjóðlagaþátíðina í fyrra og flutti þá frumsamið verk eftir stjórnandann, Daníel Bjarnason, sem hann tileinkaði bræðslusafninu Gránu og var flutt þar fyrir troðfullu húsi. 

Að þessu sinni verður fyrsti konsertinn þeirra í Siglufjarðarkirkju í kvöld kl 20 (?) síðan liggur leið hinna ungu tónlistarsnillinga til Akureyrar, þá verða tónleikar á Ísafirði, Grundarfirði, Keflavík og loks í Reykjavík. Okkur ætti að vera það bæði heiður og ánægja að Ísafold dvelji á Siglufirði og hefji tónleikaför sína hér og eru bæjarbúar því hvattir til að mæta á tónleikana í kvöld. – ljósmyndir: Sveinn Þorsteinsson og texti Örlygur -- Frá: Fréttavefurinn Lífið á Sigló