Hestamannafélagið Glæsir gerir sér dagamun helgina 13.-14. ágúst 2005

Sunnudagur 14. ágúst 2005  

Það hefur verið mikið að gera hjá félögum í hestamanafélaginu  Glæsir á Siglufirði, en þeir tóku meðal annars á móti vinum  og félögum frá Ólafsfirði, Fljótum og Hofsósi, eitthvað af öðrum flækingum slæptust með sagði einn félaginn ("og brosti !").

Það var og er mikið á dagskrá hjá þeim alla helgina, td. var sameiginlegur reiðtúr í gær, svo leikir og sprell í framhaldi af því. 

Ég var vitni af sameiginlega reiðtúr þeirra í gær og tók nokkrar myndir að því tilefni. 

Þessi einmanna hestur sem þarna er á myndinni var einn og yfirgefinn innan girðingar og fylgdist með öllu hestastóðinu og knöpum úr fjarlægð. Sennilega hefði hann þegið að vera með í hópnum. Myndir hér fyrir neðan.    Frá: Fréttavefurinn Lífið á Sigló