Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kom víða við í heimsókn sinni til Siglufjarðar

í gær, meðal annars tók hann virkan þátt í gleðinni sem ríkti hjá Síldarminjasafninu, þar sem leikarar Leikfélags Siglufjarðar fóru á kostum að venju. 

Gleði sem var svo smitandi að ráðherrann tók þátt í henni með því að hausskera og salta síldina, þrífa stúlkurnar eftir söltunina og taka svo þátt í dansinum á eftir. 

Þetta uppátæki hans bætti aldeilis á þá ánægju sem fyrir var hjá gestunum sem þarna voru mættir, það má glöggt sjá á þeim myndum sem hér fylgja