Tengt Siglufirði
Laugardagur 20. ágúst 2005
Sendi þér nokkrar myndir sem ég tók í gær þegar ég fór til Grímseyjar með Fokker flugvél FÍ. Flugstjórinn gerði það fyrir okkur að fljúga svona út Eyjafjörðinn svo við gætum séð "firðina okkar" úr lofti. ---
Á myndunum má sjá meðal annars. Ólafsfjörð, Hvanndali, Héðinsfjörð, og að sjálfsögðu Siglufjörð, svo og Grímsey. -- Einnig myndir teknar úr Grímsey af fjöllunum okkar, þarna má sjá Ólafsfjörð, Héðinsfjörð og Siglufjörð í sömu myndinni. -
Þarna sá ég m.a. til framkvæmda Stefáns á Nesi í Héðinsfirði, sem glöggir geta kannski séð, rétt innan við vatnið. Tilefni ferðarinnar var að fagna endurbyggingu flugvallarins í Grímsey. --- Sendi " Lífinu á Sigló " þessar myndir svo fleiri megi njóta þeirra. ---
Kær kveðja Kristján L Möller Frá: Fréttavefurinn Lífið á Sigló