"Fyrr má nú rota en dauðrota"

Þriðjudagur 6. september 2005 "Fyrr má nú rota en dauðrota" segir máltækið, haft í munni þess sem komið er á óvart. Allir eiga jú rétt á að hafa sína skoðun. En tilefnið er grein sem mér var bent á í Morgunblaðinu sem út kom síðastliðinn laugardag, á blaðsíðu 40.

Höfundurinn  er sagður læknir og rithöfundur, Valgarður Egilsson að nafni.

Ansi finnst mér hann nálgast forræðishyggju og nánast vera að segja okkur Siglfirðingum hvað okkur sé fyrir bestu og hvert við viljum stefna og vitnar að auki í óprentuð umæli, væntanlega til að sýna fram á hvað við höfum verið fyrirhyggjulausir fyrir aldmótin 1800 og séum það enn.

Ég vil benda lækninum á að jarðgöng "undir skarðið" kom upp á meðal Siglfirðinga fyrst árið 1929 (frá Siglfirðingi), svo hann er með gamla tillögu sem á þó eftir að verða að veruleika þó síðar verði. Ég ætla ekki að fjalla frekar um greinina, en til að sem flestir verði upplýstir um skoðanir læknisins, þá er greini hans í heild hér fyrir neðan. 

Ég vona að mér verði ekki stefnt vegna þessa "fyrirhyggjuleysis" - enda á ég rætur mínar að rekja til Siglfirðinga sem uppi voru löngu fyrir aldamótin 1800 og á því "væntanlega einhverja sök" á yfirsjónum forfeðra minna og mæðra ? -(miðað við tilvitnanir læknisins)