Tengt Siglufirði
Fimmtudagur 8. september 2005
Sávarútvegssýningin í Kópavogi.
Siglufjörður / höfnin er með bás nr. 50A á sýningunni,
þar sem vísbendingar eru til þess helsta sem Siglufjörður og Siglufjarðarhöfn hefur upp á að bjóða.
Á 1. myndinni sést yfir bás 50A við opnun sýningarinnar
í gær, en þessa mynd og fjórar til viðbótar sendi KLM til mín. -- Á myndinni eru Sigurður Sigurðsson hafnarvörður - Ólafur Kárason formaður bæjarráðs
og Steinunn Sveinsdóttir safnvörður hjá Síldarminjasafninu.
Básinn okkar vakti mikla athygli og var mjög fjölsóttur og mikið smakkað af síld og reyktum laxi frá Egilssíld.
Nokkrir útlendingar sögðu að þeir hefðu aldrei áður smakkað svona góðan reyktan lax, þessi væri sá besti í heiminum, svo vitnað sé í þá. Á
þessum myndum sem ég tók sjást nokkrir Siglfirðingar sem allir eru lykilmenn í þeim fyrirtækjum sem þeir vinna hjá. Þeir eru gott dæmi um hvað við Siglfirðingar erum víða.
-- Vafalaust hafa þarna verið fleiri Siglfirðingar að störfum, en þetta eru þeir sem við sáum svona í fyrstu ferð um sýninguna.
Þetta eru nöfn þeirra og númer myndanna.
6316 Þorsteinn Pétursson - Steini Villi starfsmaður Skeljungs.
6318 Ágúst Hilmarsson sölustjóri Tandurs frá Hvammstanga til Hornafjarðar t.v.
6320 Lengst til vinstri Kristinn Steingrímsson Marel og Gunnar Aðalbjörnsson hjá Samherja á Dalvík, báðir Siglfirðingar ( með á myndinni tveir Dalvíkingar, sem við þekkjum
ekki nöfn á )
6321 Tómas I Jónsson sonur Jóns Kjartanssonar fyrrv. bæjarstjóra starfsmaður Iceland Seafood í Hamborg.
6322 Jóhann Sigurjónsson -Jói
Budda býr og starfar í Ameríku og víðar.
6323 Björn Ásgrímsson starfsmaður Plastprents - Bjössi Guggu.
6324 Árni Sverrisson fyrrv.
skipstjóri á R/S bjarna Sæmundssyni - nú starsmaður Scanmar.
6326 Sigurður R Stefánsson - Siggi Rikki deildarstjórir hjá VÍS
Kær kveðja
Kristján L Möller + Myndir sem Ólafur Kárason tók