Tengt Siglufirði
Fimmtudagur 8. september 2005 --- Frá: Fréttavefurinn Lífið á Sigló
Að gefnu tilefni, vegna margra spurninga sem mér hefur borist - auk allskonar sögusagna, slúðurs og fleira varðandi ákvörðun mína um að kaupa og setja upp vefmyndavél. Þá birti ég hér nokkur afrit bréfa og pósta sem málið varðar.
En fyrst vil ég segja einfalda sögu, sem þó margir þekkja af stofni til.
Ég hefi í áratugi verið með myndavélina "á maganum" tekið ljósmyndir í tugþúsunda tali, komið hluta þeirra á framfæri til almenning, fyrst í blöðum sem gefin voru út hér heima, síðar til dagblaðanna í Reykjavík, ma. til Morgunblaðsins á 13 ára tímabili. Síðar ein og ein mynd til Sjónvarpsins Þannig hefi ég miðlað þekkingu og sögu um lífið á Sigló - Verk sem ég hefi haft ánægju af.
Eftir að ég komst á ellilaunaaldurinn, hélt ég þessu starfi áfram, bæði varðandi blað hér heima og til fjölmiðla á landsvísu. Þá hóf ég í byrjun þessa árs að miðla gömlum ljósmyndum úr safni mínu í samvinnu við Síldarminjasafnið.
En nú þegar "gamli maðurinn" vill miðla myndefni enn frekar, með því að fylgjast með tækninni og framkvæma sömu hluti og gert er með milljónum vefmyndavéla um allan heim, þar með nokkur hundruð vefmyndavéla í byggðarlögum um allt land, þá fara hlutirnir að verða skrítnir.
Tilefnið var mjög áhugaverður möguleiki, sem margir höfðu velt fyrir sér en enginn framkvæmt. Þar á meðal kom upp umræða á meðal embættismanna bæjarins með tilliti til að geta fylgst með höfninni, en eftir að kostnaður við slíka uppsetningu hafði verið kannaður, þá féll sú umræða niður á þeim vettvangi.
Ég tók svo loks ákvörðun um að láta verða af þessu og koma upp vefmyndavél sem sýndi lifandi myndskeið yfir ákveðinn bletti fjarðar okkar, raunar svipað sjónarhorn og dagleg ljósmynd í hádeginu sýnir á vef mínum Lífið á Sigló -
Þetta var ég ákveðinn í að gera, nokkuð sem kostaði lítið, enginn aukakostnaður vegna síma og svo framvegis, þar sem ég ætlaði að setja vélina upp á mastrið sem sjónvarpsloftnetið mitt er á.
Ég fór nú að leita eftir "réttri" vél á "réttu" verði og málið spurðist út. Fjölmargar uppástungur komu upp um staðsetningu vélarinnar á kirkjuturninum, þar sem þá mundi sjást yfir Torgið.
Mér var sagt frá umræðu hjá starfsmönnum bæjarins um svipaða vefmyndavél, umræða sem hefði hætt vegna kostnaðar sem nefnt er hér ofar.
Í framhaldi af því vildi ég vita hvort bærinn hefði áhuga á samvinnu um uppsetninguna vefmyndavélar til dæmis á kirkjuturninum, sérstaklega með tilliti til Síldarævintýrisins sem ekki var langt undan og svo að ásýnd bæjarins væri netverjum sýnileg frá degi til dags.
Í framhaldi af því skrifaði ég Bæjarstjóra/Bæjarráði bréfið
sem er hér fyrir neðan, þar sem ég spurði um hvort áhugi væri á samvinnu um vefmyndavél sem væri á kirkjuturni. Engin beiðni, aðeins tilboð um samvinnu.
--------------------------
Steingrímur Kristinsson. Lífið á Sigló.
Siglufirði 13.júní 2005
Bæjarstjóri / Bæjarráð Siglufjarðar.
Undirritaður hefi nú þegar ákveðið að fjárfesta í fullkomni vefmyndavél.
Eftirfarandi möguleikar eru fyrir hendi:
1) Að kaupa vandaða vefmyndavél með öflugum aðdrætti (zoom) sem ég í tölvu minni og uppsetningu stjórna, þannig að brennidepill verður fyrirfram ákveðinn til dæmis Óskarsbryggja, suður Túngötu eða suður Hvanneyrarbraut, heiman frá þaki á húsi mínu séð. (Hvanneyrarbraut 80) Það er einfaldasta uppsetning án aukasímakostnaðar, tenging með línu frá þaki í tölvuna mína og þaðan út á netið á síðuna Lífið á Sigló, þar gætu gestir á vefnum breytt aðdrætti (zoom), ekki stefnu. Þetta er sá áfangi sem ég ræð við í dag fjárhagslega.
2) Að koma ofannefndri vefmyndavél fyrir í kirkjuturninum, að fengnu leyfi sóknarnefndar. Fá símalínu og ADSL búnað tengdan í kirkjuturninn og þaðan með símalínu í tölvu mína og út á netið á Lífið á Sigló. Nefnd ADSL tenging kostar um kr. 4,800 á mánuði + 3-4,000 króna stofnkostnaður. Þennan þátt ræð ég ekki við. Ef bæjarstjórn hefur áhuga á nefndri staðsetningu í kirkjuturni, þá er ég til í slíka samvinnu; það er að ég kaupi og á myndavélina, en bærinn kostar símalínuna og áskriftina á ASDL tengingu símans í kirkjunni.
3) Það er til er fullkomnari búnaður, sem gæfi þeim sem er á netinu, vefnum Lífið á Sigló kost á að hreyfa vefmyndavélina að eigin geðþótta, velja sjónarhorn og stefnu allt að 180° + upp og niður, miðað við að vélin standi aðeins út fyrir turninn. Þessi tegund myndavélar kostar (+/-) um 300 þúsund krónur. Miðað við vandaða vél (nýjasta tegund) sem flutt yrði beint inn erlendis frá. (nákvæm krónutala hefur ekki verið reiknuð)
Ofanritaðar upplýsingar sendi ég til Bæjarstjóra / Bæjarráðs, ef áhugi skyldi vera þar fyrir ofannefndri samvinnu. - Miðað við ofantalda liði, þá mun ég sjá um viðhald myndavélar og þess hugbúnaðar sem þarf í tengslum við svona verkefni – sem jafnframt verður samtengt veðurstöð minni, sem verður beintengd inn á Lífið á Sigló. (Live)
Ef svar við þessu erindi mínu, munnlega eða bréflega berst ekki fljótlega, mun ég staðfesta kaup og framkvæma, samkvæmt 1.) lið, næstkomandi fimmtudag, og telja þar með áhuga bæjarráðs fyrir ofannefndri samvinnu ekki vera fyrir hendi.
Með vinsemd;
Steingrímur Kristinsson
210234-4549 s, 892-1569
------------------------------------
Á meðan beðið var eftir svari sem þó kom fljótt, gerðust
hlutirnir hratt. Til mín bárust hvatningarorð frá ólíklegustu aðilum, ásamt peningum til að kaupa vandaða myndavél sem væri svo staðsett með betri yfirsýn yfir bæinn
okkar heldur en kirkjuturninn gæfi. ---
Svarið við tilboði mínu til Siglufjarðarkaupstaðar um samstarf er hér neðst á síðunni:
Dagsett 15. Júní 2005
-----------------------------------
Eftir að hafa fengið þetta bréf hafði ég samband við sýslumanninn Guðgeir Eyjólfsson og spurði hann út í það sem í bréfi skrifstofustjóra bæjarins stóð um það "að verkefnið sé eflaust leyfisskylt" - sem mér fannst furðuleg "fullyrðing"
Sýslumaðurinn svaraði mér góðfúslega og sagði það rangt að sínu mati, en benti mér á, að það mundi ekki skaða minn málstað ef ég tilkynnti persónuvermd um áform mín. Sem og ég gerði með tölvupósti.
Og fékk ég þaðan mjög greinagóð svör, svör sem voru að öllu leiti samhljóða þeim upplýsingum sem Guðgeir sýslumaður hafði gefið mér.
Síðar, þann 22. ágúst sendi settur bæjarstjóri
Þórir Hákonsson, Persónunefnd fyrirspurn í tölvupósti, þar sem "tilefnið" er sagt vera frétt á Lífið
á Sigló -- Afrit er tölvupóstinum er hér neðst á síðunni:
---------------------------
Svar Pesónuverndar til setts bæjarstjóra kom svo þann 1 september - Svar sem er raunar var mjög áþekkt því svari sem ég hafði áður fengið hjá þeim, þegar ég tilkynnti þeim fyrirhugaða uppsetningu vefmyndavélar minnar.
Ég fékk ofannefnd afrit frá Persónunefnd í dag 8. september 2005. -- Eins og vel skipulögð stjórnsýsla mælir fyrir um að sé gert þar sem málið varðar
fleiri en einn aðila, í þessu tilfelli Siglufjarðarkaupstað annars vegar og mig sk, einstakling hinsvegar. Svarið til setts bæjarstjæora er hér neðst á síðunni (skjalið er 2 síður)
Þetta erindi Siglufjarðarkaupstaðar til Persónuverndar vekur upp hjá mér spurningar.
Eru einhverjir innan bæjarstjórnar (eða einhver þrýstihópur eða einstaklingur)
virkilega með þá fáráðlegu hugmynd, að ég sé að fara að stunda einhverjar persónunjósnir og ætli að reyna að nálgast myndefni af einstaklingum innan næsta
nágrennis við staðsetningu fyrirhugaðrar myndavélar?
Ég er búinn að vera með myndavélar með mjög öflugum aðdrætti í marga áratugi, og aldrei fengið
á mig þann stimpil að ég væri gluggagægir eða perri.
Ef einhver aðili, í þessu tilfelli bæjarstjóri (settur) hefði haft grun um að ég ætlaði fara
út fyrir siðferðisleg mörk, þá hefði verið mjög einfalt að kalla mig á sinn fund, hringja eða senda mér tölvupóst.
Svar við spurningunni um hvort uppsetning vefmyndavélar
væri ekki tvímælalaust leyfisskyld, hefði sýslumaðurinn örugglega svarað jafn skilmerkilega og mér, hefðu bæjaryfirvöld haft á því áhuga. - og í þokkabót
ekki þurft að bíða eftir svari jafnlengi og frá Persónuvernd.
Hvað liggur svo að baki þessarar skyndilegu og óvenjulegu forræðishyggju af hálfu bæjaryfirvalda? --
Það er spurning.
Ef strangt væri tekið á þessum svokölluðu persónuverndarlögum, þá ætti að loka öllum fréttamiðlum, þar með Lífinu á
Sigló, sem sennilega hefur í gegn um tíðina birt fleiri myndir af fólki sem auðvelt er að þekkja, bæði í hópum og frá þrengra sjónarmiði, en nokkur annar fjölmiðill
á sama tíma.
HVAR ENDAR ÞETTA SVO? Verða allar myndavélar bannaðar? af því að hægt er að taka myndir af fólki?
Síðustu fréttir (8. september) af uppsetningu vefmyndavélarinnar margumræddu, er að ég er núna búinn að fá eftir nærri þriggja vikna bið ADSL tengingu á uppsetningarstað og tel ég nokkuð öruggt að vélin verði komin upp fyrripart næstu viku, jafnvel um helgina -
Og til að upplýsa þá sem áhuga hafa á þessu verkefni mínu, sem og stuðningsmenn.
Þá get ég
ekki í dag upplýst í smáatriðum hvernig vali á myndskeiðum verður háttað þar sem ég vil bíða með það að tengingin komist í gagnið, en ég
EINN mun hafa aðgang að stýringu og vali myndramma, og það verður ekki fjarri því sem Bæjarfélagið Stykkishólmur gerir, undir tenglasafni sínu Mannlíf og menning. það getið þið skoðað HÉR
Ef einhver hefur áhuga á að tjá sig vegna þessara mála, þá hafið samband.
Ég vil jafnframt ítreka það að viðkomandi vandi málfar sitt og verði ekki með neinar órökstuddar fullyrðingar eða slanguryrði, hvort heldur þið eruð á mínu máli eða á móti því sem ég er að vinna við
Að ósk Hákonar Þórissonar þá bæti ég neðanskrifuðu frá honum hér:
Heill og sæll Steingrímur.
Með bréfaskriftum mínum við Persónuvernd er á engan hátt verið að "saka" þig eða aðra um eitt né neitt.
Það er alveg á hreinu að uppsetning slíkrar vefmyndavélar er tilkynningarskyld til Persónuverndar og ég held að vinsamleg ábending þess efnis frá bæjarráði hafi þann 15. júní s.l. hafi orðið til þess að þú fórst að leita þér upplýsinga um málið sem er auðvitað gott mál. Í þessum efnum er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og líklega hefði verið betra að kanna þessi mál, þ.e.. persónuverndarmál, áður en lagt var af stað.
Ég óska eftir upplýsingum frá Persónuvernd einungis til þess að kanna hvort rétt hafi verið staðið að málum og ef það er ekki hlutverk mitt sem bæjarstjóra í þessu tilfelli þá er mér brugðið, það hlýtur að vera hagsmunamál okkar allra að staðið sé rétt að málum en eins og menn vita hefur umræða um persónuvernd verið mjög hávær undanfarin misseri.
Eins og Halldór Þormar bendir réttilega á þá hafði það komið fram að hægt væri að hreyfa vélina og "zooma" inn, m.a. átti að vera hægt að "zooma" inn á sviðið á Torginu skv. þínum hugmyndum.
Það er gott og vel ef einn aðili sér um þann hluta en ef hins vegar vélin væri opin almenningi til þess að "zooma" inn þá stenst það einfaldlega ekki lög, svo einfalt er nú það.
Í bréfið þínu til bæjarráðs kemur fram að ætlunin væri með þessari myndavél að gestir gætu breytt aðdrættinum og þú nefnir þann möguleika að til sé vél þar sem gestir geti valið sjónarhorn eftir eigin geðþótta.
Það er augljóst mál að það er vissulega málefni bæjaryfirvalda á Siglufirði ef slík vél er sett upp, þ.e. þar sem hver sem er, hvort sem hann býr á Siglufirði eður ei, getur fært sjónarhornið til að "eigin geðþótta" eins og þú segir og "zoomað" að.
Er ekki alveg á hreinu að það orkar tvímælis eins og ég benti á? Af þessum ástæðum var óskað upplýsinga frá Persónuvernd og er ekki um neina forræðishyggju að ræða, aðeins verið að fylgjast með því að farið sé eftir lögum og reglum í þessum efnum. Að lokum verð ég að minnast lítillega á þá furðulega setningu sem fram kemur í umræðunni hjá Jóni Sæmundi Sigurjónssyni: "Það er ekkert nýtt að steinar séu lagðir í götu slíkra manna sem skara fram úr, en ég vona svo sannarlega að hér sé aðeins um ofurvarkárni óöruggra embættismanna að ræða" ????
Telur Jón Sæmundur, ríkisstarfsmaður og fyrrverandi alþingismaður, semsagt að verið sé að leggja steina í götur manna þegar með því er fylgst hvort farið sé eftir lögum og reglum varðandi persónuvernd og friðhelgi einkalífsins?
Ég óska þér góðs gengis með uppsetningu vefmyndavélarinnar og í engu hefur undirritaður neitt á móti slíkri vél sé hún sett upp í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og brjóti ekki gegn friðhelgi einkalífsins. Siglufjarðarkaupstaður hefur tekið virkan þátt í þróun síðunnar "Lífið á Sigló" og mun að mínu viti gera svo áfram enda um mikilvægan þátt í þjóðlífinu að ræða hér á Siglufirði eins og margoft hefur verið bent á.
Bestu kveðjur
Þórir Hákonarson
Settur bæjarstjóri.
--------------------------------------------
Svona til áréttinga, án þess að nefna sjálfur nákvæmlega nokkrar athugasemdir, þá hvet ég lesendur ofan ritaðs bréfs frá settum bæjarstjóra, að lesa það mjög vandlega, sérstaklega þær meintu fullyrðingar hans um hvernig "Zoominu" og fleiru verði háttað.
Það hefur HVERGI komið fram í mínum skrifum að þannig muni þetta og hitt virka, að hugleiðingar mínar um hvað hinir ýmsu myndavélar og hugbúnaður þeim tengdum gætu framkvæmt.
Og það að fullyrða að ástæða þess að ég haf spurt sýslumann vegna spurninguna "að verkefnið sé eflaust leyfisskylt" - sem mér fannst furðuleg fullyrðing, hafi verið eftir að viðkomandi svar setts bæjarstjóra kom.
Það er í raun broslegt, þar sem lög persónunefndar hafði ég fyrir löngu lesið spjaldanna á milli, áður en ég fór í alvöru að spá í að kaupa margnefnda vefmyndavél.
En þar sem lög er stundum nokkuð tvírærnn, og dæmi um að margar túlkanir laga koma fram hjá jafnmörgum lögfræðingum, þá fór ég á fund sýslumanns til að kanna hvort minn skilningur þessara lag væri réttur eða rangur.
Minn skilningur var réttur, sem og skilningur sýslumanns og Persónunefndar. Hugmyndir setts bæjarstjóra og co á lögunum, sem þeir gáfu
sér ekki tíma til að skoða áður en þeir störtuðu þessum hamförum sínum, VORU RANGAR.
Steingrímur Kristinsson