Tengt Siglufirði
Föstudagur 16. september 2005 Þó ekki sé endanlega búið að ganga frá stillingum og vali á myndskeiðum þeim sem vefmyndavélin hefur upp á að bjóða.
Þetta verkefni hefði mér ekki verið kleift að framkvæma, hefði ég ekki notið hvatninga, vinnu og beinna peningaframlaga frá hinum ýmsu aðilum, sem of langur listi væri að nefna hér.
En ég verð þó að nefna frumkvöðlanna sem komu verkinu af stað og tóku þátt í verkefninu til loka, en það eru Baldvin Einarsson - Róbert Guðfinnsson - Óskar Berg Elefsen - Þórir Kristinn Þórisson - Norðurfrakt - Sparisjóðinum - Vöka - Tækniaðstoð frá Júlíusi Hraunberg - Sigurður Stefán Sigurðarson - Nýherji - Símastrákarnir hér Egill Rögnvaldsson og Jón Salmannsson - Rafbær- Sturlaugugur Kristjánsson - ofl. ofl. En nöfn allra stuðningsaðila eru tilgreind eftir stafrófsröð neðarlega á forsíðu, Lífið á Sigló. Ég vil færa þeim öllum innilegt þakklæti, og vona að þeir ásamt þeim þúsundum sem vef minn heimsækja, verði ánægjuríkari vegna þessa möguleika sem nú eru fyrir hendi:
Að sjá hvernig viðrar heima, bæði í beinni og uppgefnum tölum frá veðurstöðinni í Bakka.. Og enn og aftur;
BESTU ÞAKKIR TIL YKKAR ALLRA. -- Frá: Fréttavefurinn Lífið á Sigló