Kynningarfundur um sameiningarmál á vegum Bæjarstjórnar

Föstudagur 30. september 2005  Kynningarfundur um sameiningarmál á vegum Bæjarstjórnar fór fram í gærkveldi í Bíó Salnum.

Fjölmenni var og margir tóku til máls. Umræður voru málefnalegar og einnig var slegið á létta strengi eins og góðum ræðumönnum er tamið. Og Jonni vinur minn Tanni, var óvenju góður og málefnalegur. En öllu gamni fylgir þó ætíð alvara. ---  Mat mitt eftir fundinn er það að mikill meirihluti þeirra sem tóku til máls væru jákvæðir gagnvart sameiningunni  
Myndasyrpa >    29. september 2005: Ræðumenn og áheyrendur í Bíó Salnum á Siglufirði