Fjöldamet var slegið á Siglufirði

Mánudagur 24. október 2005 --  Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

Í dag þegar konur ungar sem gamlar gengu frá kirkjunni, niður kirkjutröppur og niður Aðalgötu. Annar eins hópur hefur ekki sést samankominn í einni göngu á Siglufirði, frá því að fólk almennt tók þátt í skrúðgöngum á 1. maí og 17. júní hér áður fyrr.

Og þess er að geta að mjög lítið fór fyrir þeim örfáu körlum sem í hópnum voru. Síðan hélt hópurinn inn á Bíó Café og drakk þar kaffi saman og þar var auðvitað einnig mikil ös.

Allt í tilefni KvennafrídagsinsMyndasyrpa frá Kvennafrídeginum 24. október 2005