Sjóferð 10. bekkjar með skólaskipinu Dröfn RE35

 Fimmtudagur 10. nóvember 2005 --     Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

 Aðsent:  Skólaskipið Dröfn kom hér til Siglufjarðar í gær og bauð nemendum úr 10. bekk með í sjóferð hér út á fjörðinn. Lagt var frá bryggju snemma morguns með 15 nemendur og tvo kennara. --  Í ferðinni fengu nemendur að kynnast sjávarútveginum og vinnunni um borð í fiskiskipum. Líffræðingur var um borð og fræddi nemendur um hinar ýmsu sjávarlífverur. Skipstjórinn sýndi nemendum hin ýmsu stjórntæki skipsins. Siglt var út á fjörðinn og athugað um krabbagildru sem skipverjar höfðu lagt kvöldið áður. Þá var trollinu kastað. Þegar búið var að toga þá fengu nemendur að gera að aflanum undir handleiðslu áhafnarinnar og líffræðingsins. Nemendur áttu afar skemmtilegan tíma og allir fórum heim með fisk í soðið. --  Ljósmyndir: Erla Gunnlaugsdóttir