Skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðdal

Laugardagur 19. nóvember 2005  -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló  

Aðsent:   Eins og alþjóð veit er skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal eitt besta skíðasvæðið á landinu og nú eru aðstæður til skíðaiðkunar sérstaklega hagstæðar, nægur snjór og frábært skíðafæri.

Starfsmenn skíðasvæðisins haf undanfarna daga unnið að því að opna skíðalyfturnar og nú um helgina verður neðri lyftan og t-lyftan opin.

Ráðgert er að Bungulyftan veði opnuð á næstunni. Upplýsingar um skíðasvæðið má finna á heimasíðu Skíðafélagsins http://www.siglo.is/skisigl  , sími umsjónarmanns er 467-1806.  --

Bestu kveðjur, Hjörtur Hjartarson.