Fjögur skip Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005

Þriðjudagur 22. nóvember 2005 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

Aðsent: -- Sendi hér nokkrar myndir sem voru teknar föstudaginn 18/11. Fjögur skip Slysavarnafélagsins Landsbjargar höfðu tekið að sér það verkefni að draga gröfuskipið Svavar sem er í eigu Hagtaks hf. frá Skagaströnd til Vopnafjarðar og skiptum við verkinu þannig að Húnbjörg frá Skagaströnd hóf leikinn á Skagaströnd og dró gröfuskipið að stað um það bil 7sjm. nv. af Sauðanesi og tókum við á Sigurvin þá við og drógum gröfuna á stað u.þ.b. 10sjm. v. af Rauðunúpum þar sem Gunnbjörg frá Raufarhöfn tók við og dró að stað ca.4sjm. út af Skoruvíkurbjargi þar sem Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði tók við og fór til Vopnafjarðar. Ferðin hófst á Skagaströnd um kl. 15 fimmtudaginn 17/11 og lauk á Vopnafirði laugardaginn 19/11 kl. 20. Við fórum kl.01.30 til móts við Húnbjörgu og tókum við að draga um kl. 03.00 og vorum að draga gröfuna á 4 til 5 sjómílna ferð og var Sigurvin 13 tíma að draga en 18 og hálfur tími fór í ferðina með öllu.  Ómar Geirsson