Olís gefur gjafir: Smástrákar

Fimmtudagur 24. nóvember 2005  -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Aðsent:  Olís gefur gjafir: Smástrákar ( unglingadeild bj.sv.Stráka ) fengu góðar gjafir í gærkveldi frá Olís ( Jón Andrjes Hinriksson ) 10 stk. áttavita og var strax farið að kenna þeim á þá, umsjónarmennirnir Elín eldri og Elín yngri eru á fullu með unglingana og ætla að gera góða björgunarsveitamenn úr þeim.   
 Ómar Geirsson . Bj.sv.Stráka  -

Fleiri myndir frá tilefninu, eru hér neðar:> 
 Ath: fyrir þá sem ekki þekkja til "Smástráka," þá er nafnið komið til vegna deildar innan Björgunarsveitarinnar STRÁKAR þar sem sveitin er skipuð báðum kynjum.- Og unglingasveitin "Smástrákar" er einnig skipuð  báðum kynjum. En nafnið Strákar er fengið frá fjallinu Strákar og á því ekkert skylt við kynjaskiptingu eða "karlrembu". Þetta er sett hér að gefnu tilefni. SK