Foreldrafélag Leikskála færir leikskólanum rausnarlega gjöf

Miðvikudagur 30. nóvember 2005 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Aðsent:  . Stjórnin afhenti leikskólastjóra í gær tvær Canon Power Shot A95 myndavélar með öllu tilheyrandi, stærra minniskorti, töskur og hleðslutæki. Þessi gjöf á eftir að koma leikskólanum, börnum og foreldrum til góða. Það að eiga myndavélar á hverri deild auðveldar okkur að halda út heimasíðunni og gera starfið í leikskólanum sýnilegra. Heimasíða Leikskála er www.leikskolinn.is/leikskalar/   Foreldrafélag leikskólans á þakkir skildar fyrir öflugt starf og góðan stuðning við leikskólastarfið.  
Með kveðju Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri.  --  Myndir hér fyrir neðan