Fótboltaferð- og afhending á íþróttatreyju, 2. desember 2005

Laugardagur 3. desember 2005 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Aðsent og....   

Hérna færðu fjórar myndir til að birta með þeim sem þú tókst í gær. - Þessar myndir eru frá ferð minni og Jóa (Réttingaverkstæði Jóa) til Hollands á leik AZ-Alkmaar á móti Middlesbrough í Evrópukeppni félagsliða, að sjálfsögðu var Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson í liði AZ . 

Í leikslok er það hefð í svona stórleikjum að menn skiptast á treyjum, en okkar maður var ekki með hugann við það heldur passaði hann uppá að við færum með hans treyju heim og færðum Mumma hans fyrsta þjálfara, sem og hefur komið að þjálfun flestra barna og unglinga sem hafa stundað fótbolta á Siglufirði síðustu árin. --  Það var ekki að því að spyrja að Grétar var með betri mönnum í góðu liði AZ og var það að heyra á öllum sem við töluðum við að það eru miklar væntingar bundnar við þennan geðuga Siglfirðing. ---

Ég ætla að nota tækifærið og þakka Grétari og Eyrúnu þar sem ég veit að þau fylgjast vel með Lífinu á Sigló, kærlega fyrir frábærar mótökur- og það er næsta víst að það er ekkert voða langt í að jólasveinarnir í KS úlpunum mæti aftur á leik.  Hörður Júlíusson.