Kveikt var á jólatrénu á Torginu 2005

Sunnudagur 4. desember 2005 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Kveikt var á jólatrénu á Torginu með hátíðlegri athöfn sem hófst á klukkan 17:00 í gær.

Talsverður fjöldi var þar samankominn, foreldra með börnum sínum og fleiri. Egill Rögnvaldsson setti hátíðina, séra Sigurður Ægisson flutti smá ritningu,

Blásarasveit undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar spilaði og svo komu auðvitað sjálfir jólasveinarnir með stæl, og tóku síðan lagið. Lítil stúlka Agnes Ósk Iansdóttir kveikti svo ljósin á jólatrénu.>>>