Brunamálaáætlun 2005

Laugardagur 10. desember 2005  -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Undirrituð var seinnipartinn í gær  í BíóSalnum,  Brunamálaáætlun  Siglufjarðarkaupstaðar en að undirskriftinni stóðu af hálfu Brunamálastofnar dr. Björn Karlsson brunamálastjóri og bæjarstjórinn okkar Runólfur Birgisson. -- Og Slökkviliðsstjórinn Ámundi Gunnarsson að sjálfsögðu, nokkrir slökkviliðsmenn og makar til að vera vitni að þessum viðburði. 
Boðið var upp á léttar veitingar - 
Og Lífið á Sigló staðfesti samkomuna með ljósmyndum sem hér eru fyrir neðan.