Tengt Siglufirði
Laugardagur 17. desember 2005 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló
Garðaverðlaun 2005 Viðurkenning fyrir vel hirta garða á árinu 2005 var veitt í gær á Bíó Café vegna tveggja garða.
Annars vegar garðurinn við hús þeirra hjóna Helga Antonssonar og Júlíu Hannesdóttur og hins vegar þeirra Ástu Júlíu Kristjánsdóttur og Hálfdáns Sveinssonar.
Fengu þau fallegan áletraðan skjöld, og í stað blómvandar eins og venjulega við þessa árlegu athöfn, þá færði garðyrkjustjórinn þeim skóflur, sem honum fannst vel við hæfi góðra garðyrkjumanna.
Myndirnar hér neðar