Þorláksmessu dagurinn 2005

Laugardagur 24. desember 2005  --  Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

Það var talsvert líf á götunum, í verslunum og víðar í gær á "Þorlák" - Mikið bar á "brottfluttum" Siglfirðingum mökum þeirra og börnum, yngra fólkinu sem  verið hefur í skóla og einnig var ýmislegt sér til gamans og ánægju gert annað en að kaupa jólagjafir. Sveinn Þorsteins fór í skötuveislu í Allanum og tók þar nokkrar myndir, það var einnig skötuveisla á Bíó Café, en þangað fór ég ekki þar sem ég er frekar fráhverfur skötulykt og bragði  - 

Í Sparisjóðnum höfði þau ekki "undan að baka" gómsætar tertur og góðgæti sem skolað var  niður með kaffi og súkkulaði í lítratali og þangað kom ég auðvitað, raunar tvisvar. Ég heimsótti eldra fólkið í Skálarhlíð þegar  Hlöðver og Renata sungu þar og spiluðu. Þá kom ég við hjá Pizza 67 þar sem Tóti var að spila og syngja Jólalög.  

Hlöðver og Renata komu einnig við í Tónlistarskólanum, og buðu þar upp á bæði eyrna og súkkulaðikonfekt ásamt kaffi handa gestum og gangandi. Stúlli og Kaupmannafélagið héldu uppi fjörinu á Torginu. Myndasyrpu frá deginum er að finna hér fyrir neðan.   

Ljósmyndir: Sveinn og Steingrímur